Snæfjalladraugurinn

 Snemma á 17. öld gerðust hörmulegir atburðir á Stað á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp. 

Vinnumaður á bænum var í tygjum við griðkonu prestsins sem þar bjó, en sonur prestsins hafði einnig umtalsverðan áhuga á konunni. Olli þetta að vonum ósætti á milli þeirra. Eitt sinn er vinnumaðurinn að smala saman fjárhóp prestsins lenti hann í vandræðum með féð. Það sat fast í klettum og harðfenni var allt í kring. Því varð hann að skilja féð eftir og kom sneyptur heim og sagði presti farir sínar ekki sléttar. 
Presti þótti þetta afar slæmt og skipaði syni sínum heldur harkalega að ná í ærnar. Skemmst er frá því að segja að hann hrapaði til bana í þeirri för. Prestssonurinn gekk aftur og sótti fast að fólki, einkum griðkonunni og vinnumanninum. 
Lengstum hélt draugurinn sig þó efst í hlíðinni og gerði ferðalöngum glettur með grjótkasti en heima á Stað braut hann glugga, drap fé föður síns og át sjóföng úr hjalli hans. Sagt er að þeir sem gáfu Snæfjalladraugnum mat hafi fengið frið fyrir honum.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga