'' Þetta geta húsmæður gert.“
 Þetta geta húsmæður gert Vilborg Arnarsdóttir segir frá hinni víðtæku og fjölbreyttu ferðaþjónustu í Súðavík.

Vilborg Arnarsdóttir.

Vilborg Arnarsdóttir er framkvæmdastjóri Sumarbyggðar á Súðavík – sem er gistihús sem tekur 20 manns og rekur tólf orlofshús, bráðum þrettán. En hún er líka einstakur framkvæmdaforkur og víst er að ferðaþjónusta í Suðavík væri eitthvað dapurlegri ef hún væri ekki alltaf að fá hugmyndir. Hún er nefnilega bæði formaður og framkvæmdastjóri áhugamannafélagsins Raggagarðs – en það er nú bara hobbýið hennar. 
„Ég hafði lengi gengið með þá hugmynd að reisa sumarleiksvæði ætluðu allri fjölskyldunni,“ segir Vilborg. „Sjálf hafði ég átt frábæra daga í Kjarnaskógi með eldri börnunum mínum þegar þau voru lítil og fannst vanta fjölskyldugarð á Vestfjörðum. Það vantaði ódýra afþreyingu hér. Það er sundlaug á öllum þéttbýlisstöðum hér í kring en ekki í Súðavík. Mér fannst vanta afþreyingu í öðru formi, þar sem börn gætu leikið sér með fullorðnum. Hér er stærsta sumarhúsabyggð á Vestfjörðum – svo mér fannst þetta alveg tilvalið.“

 GistiheimiliðSumarbyggð.    
      
Þrjú tonn af kleinum 
Vilborg, eða Bogga, eins og hún er kölluð, teiknaði upp hugmynd, fór til sveitarfélagsins, bað um lóðir og fékk þær. Hún segist hafa verið með fullt af hugmyndum en enga peninga. „Ég byrjaði á því að baka kleinur til að safna peningum – bakaði og seldi í þrjá mánuði og mér telst svo til að ég hafi bakað þrjú tonn af þeim. Síðan sótti ég um styrk frá Pokasjóði og Ferðamálaráði. Allar götur síðan hafa fyrirtæki á Vestfjörðum og víðar stutt við bakið á mér, til dæmis með flutning á leiktækjum hingað, gröfufyrirtæki hafa grafið fyrir mig og Gámaþjónusta Vestfjarða mótaði svæðið í upphafi.“ „Mér fannst nauðsynlegt að stofna félag um Raggagarð strax í upphafi, vegna þess að ég hafði ekki mikla trú á því að Pokasjóður og aðrir hefðu minnstu trú á svona húsmóður og fiskverkunarkonu fyrir vestan. En áhuginn hefur farið fram úr björtustu vonum. Áhugi heimamanna er einstakur. Hér eru margir sem hafa lagt okkur lið. Á vorin auglýsum við vinnudaga og þá mæta ungir sem aldnir bæjarbúar til að setja niður jurtir, hreinsa trjábeðin, setja upp leiktæki og ýmislegt fleira – svo það má segja að allt samfélagið taki þátt í verkefninu.“
 
Leikið í
Raggagarði.
                      

Orkulundur og gisting fyrir alla 
Bogga segir garðinn ná yfir fjögur þúsund fermetra. „Við tókum fyrstu skóflustunguna vorið 2004 og fyrsti áfanginn var opnaður 2005. Síðan þá erum við búin að framkvæma fyrir rúmar átta milljónir og erum að fara að framkvæma fyrir fjóra og hálfa milljón í ár. Það svæði sem við erum núna að vinna í er leikjasvæði. Þar verða grill og bekkir og leiktæki fyrir alla aldurshópa, til dæmis Orkulundur. Þeir sem eru íþróttaálfar, geta þjálfað sig þar, þegar þeir koma á Súðavík og fyrir börnin eru þar margvísleg leiktæki, aparóla og vegasalt. Við höfum keypt leiktæki eftir efnum og í sumar bætast tvö ný í safnið. Ég framkvæmi aldrei fyrir krónu meira en við eigum fyrir. Og það kostar ekkert inn í garðinn. Það er enginn að græða á honum, hvorki ég né aðrir.“ Sumarbyggðina hefur Bogga rekið í fjögur ár og segir ferðaþjónustu mjög svo vaxandi atvinnugrein á Súðavík. „Sumarbyggð er hlutafélag. Sveitarfélagið á stóran hluta í því og síðan ansi margir í þorpinu,“ segir hún. „Það er mikil samstaða hér um uppbyggingu og rekstur fyrirtækisins og mikil aukning í gestakomum og vinsældum ár frá ári. Sumarbyggð býður bæði upp á svefnpokapláss og uppbúin rúm. Auk þess er Sumarbyggð með orlofshúsin, allt frá íbúðum fyrir sex og upp í tíu manna sumarhús. Og ekki má ég gleyma tjaldstæðum Súðavíkur sem við höfum umsjón með. Þar er aðstaða fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla og aðstaðan er hreint ágæt, salerni, sturta og aðstaða fyrir fatlaða.
  
Samvinna um sjóstöng
 
Í fyrra byrjaði Bogga á enn einu verkefni í ferðaþjónustu. Það er hið frábæra í fyrra með frábæra „Fjord fishing,“ samvinnuverkefni Tálknarfjarðarbyggðar, Bíldudals og Súðavíkur. „Fjord fishing er sjóstangaveiði,“ segir hún. „Við hleyptum þessu af stokkunum í fyrra og erum með sex báta. Við leigjum þá út og ef fólk vill, getum við reddað skipstjóra. En þetta eru litlir bátar fyrir fimm manns og hefur frá upphafi verið afskaplega vinsælt. Í fyrra gátum við ekki hleypt Íslendingum að í bátana vegna þess að við vorum fullbókuð allt sumarið. En núna höfum við bætt við bátum, svo það ætti að breytast. Þessi þrjú sveitarfélög eru kjörin fyrir þessa starfsemi vegna þess að það er alveg sama hvernig veður er á landinu, við erum alltaf í skjóli – og það er rosalega stutt á fiskimiðin.“ Og auðvitað eru merktar gönguleiðir um allar trissur í Súðavík. Þegar rætt er við Boggu, er eins og allt sé að gerast í þessu sveitarfélagi; það sé einhvers konar miðdepill heimsins. Og þegar hún er spurð hvers vegna hún sé að brölta þetta, í stað þess að flytja bara burtu úr kvótaleysinu, svarar hún: „Ég á stóran systkinahóp sem starfaði alltaf í fiski hér á Vestfjörðum. Í dag starfar ekkert okkar við fiskinn – og við búum öll hér ennþá. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Ég vil meina að við Súðvíkingar stöndum fremstir meðal jafningja hvað ferðaþjónustu varðar og hef aðeins eitt að segja í því sambandi: 
.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga