Byggðasafnið í Neðstakaupstað
Í Neðstakaupstað á Ísafirði, elstu varðveittu húsaþyrpingu landsins, er byggðasafnið til húsa. Þar eru til sýnis sjóminjar og ýmsir munir sem tengjast 
sjósókn. Í svokölluðu Tjöruhúsi eru seldar veitingar og haldnar ýmsar samkomur.

Safnið er opið í Turnhúsinu yfir sumarmánuðina. Á svæðinu er einnig eldsmiðja og slippur á vegum safnsins. Bárðarslippur var í upphafi samstarfsverkefni Ísafjarðarkaupstaðar og Bárðar G. Tómassonar skipaverkfræðings. Með samstarfinu verð til Skipabraut Ísafjarðar h.f. og voru hluthafar í fyrstu Ísafjarðarkaupstaður og allir eigendur ísfirskra fiskibáta. Hafist var handa við byggingu slippsins árið 1917 og fyrsta skipið dregið upp í hann árið 1921. Byggðasafnið er opið virka daga frá 10.00 til 17.00 og um helgar frá 13.00 til 17.00 í júní og 10.00 til 17.00 í júlí og ágúst. Ókeypis aðgangur fyrir börn á grunnskólaaldri.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga