Ferðaþjónar í Súðavík
Tjaldsvæði Súðavíkur. Tekið var í notkun nýtt og glæsilegt tjaldsvæði í Súðavík sumarið 2005. Tjaldsvæði er staðsett ofan til við félagsheimilið og er keyrt inn á svæðið frá innri enda Túngötu. Útsýnið af tjaldsvæðinu er víðáttumikið og stórbrotið með sjónarhorn á fjallið Kofra í vestur, inn Álftafjörðinn og Kambsnesið í austri, ásamt því að hafa í augsýn á eyjuna Vigur sem er einn vinsælasti ferðamannastaður Súðavíkurhrepps. Vinsælt hefur verið hjá þeim sem halda ættarmót í Súðavík að taka á leigu félagsheimilið yfir þann tíma sem ættarmótið stendur en félagsheimilið er í um 200 metrar fjarlægð frá tjaldsvæðinu. Opið er frá 1. júní til 15. sept. ár hvert. Upplýsingar gefnar hjá Sumarbyggð hf. í síma 861 4986. 

Sumarbyggð hf. Hús til útleigu og gistiheimili. Er með 11 hús til útleigu og eitt gistiheimili. Boðið er upp á gistingu á fullbúnum íbúðum með svefnaðstöðu fyrir 4 til 10 manns. Í hverri íbúð eru sængur og koddar, útbúið eldhús með öllum algengum raftækjum, sjónvarpi, útvarpi, kolagrilli, sólhúsgögnum o.fl. Einnig er hægt að fá barnarúm. Gistiheimili: Boðið er upp á uppbúin rúm og svefnpokagistingu fyrir allt að 20 manns með aðgengi að baðherbegi, fullbúnu eldhúsi borðstofu og setustofu á Nesvegi 3. Opið er frá 1. maí til 31. október ár hvert. www.sumarbyggd.is. sumarbyggd@sudavik.is. Bókanir og upplýsingar gefnar í síma 861 4986. 

Ferðaþjónustan í Heydal. Ferðaþjónustan í Heydal er í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Heydalur er í 110 km fjarlægð frá Súðavík, 90 km fjarlægð frá Hólmavík og 150 km frá Búðardal. boði eru átta tveggja manna og eitt þriggja manna herbergi með salerni og sturtu. Í hverju herbergi eru tvö vönduð rúm, náttborð, fatahengi og tveir stólar. Í Heydal eru skemmtileg tjaldstæði með góðri salernisaðstöðu og sturtu. Við tjaldstæðin er þrautabraut fyrir fullorðna og einnig leiksvæði fyrir yngstu börnin. Boðið er upp á margvíslega afþreyingamöguleika: sumargöngur, kajakleigu og hestaleigu og um vetur er boðið upp á gönguskíðaferðir, dorgveiði í gegn um ís, snjósleðaferðir o.fl. Opið allt árið. www.heydalur. is. heydalur@heydalur.is. Bókanir og upplýsingar í símum 456 4824, 892 1019 og 892 0809. 

Raggagarður. Fjölskyldu og útivistargarðurinn Raggagarður var formlega opnaður 6. ágúst 2005. Garðurinn er í ytri byggð Súðavíkur fyrir ofan gistiheimilið í Súðavík. Garðurinn býður upp á góða afþreyingu fyrir alla fjölskyldumeðlimi, hvort sem vilji er fyrir að leika sér í leiktækjum eða grilla og eiga ánægjulegar stundir með fjölskyldunni í fallegu og kyrrlátu umhverfi. Heimsókn í garðinn ætti engin að láta fram hjá sér fara sem leggur leið sína til Súðavíkur. www.Raggagardur.is. Upplýsingar í síma: 861 4986. 

Veiðifélag Laugardalsár. Laugardalsá er ein af þremur laxveiðiám við Ísafjarðardjúp og er í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Laugardalsá er frekar vatnslítil, sem kemur upp í Laugarbólsvatni og fellur út í Ísafjarðardjúp. Hún er og stutt en þó veidd með 2-3 dagstöngum. Laugardalsá er afgerandi besta laxveiðiá Vestfjarða. Áin hefur verið að gefa milli 350 og 560 laxa á hverju sumri. Tímabil: 12. júní – 31. ágúst. Bókanir: Skrifstofa Lax-á, sími 557 6100. 

Jón Indíafari. Veitingastaðurinn "Hjá Jóni Indíafara" var opnaður í júní 2003 og er hann í þjónustuhúsinu Álftaveri að Grundarstræti 3. Hjá Jóni Indíafara er jafnframt skemmtistaður og er barinn opin um helgar og þegar þurfa þykir. Boðið er upp á veisluþjónustu sem hentar fel við hin ýmsu tækifæri, s.s. afmælisveislur, ættarmót, eða einkasamkvæmi. Um er að ræða veislumat eins og hann gerist bestur. Hægt að panta heimilismat fyrir vinnuhópa og aðra sem dvelja í lengri eða skemmri tíma á staðnum. Opið allt árið. www.ismennt.is/not/hafdiskjartansdottir/ Bókanir og upplýsingar í símum: 456 4981/654 4981. 

Víkurbúðin. Matvöruverslunin Víkurbúðin er staðsett í þjónustuhúsinu við Álftaver, Grundarstræti 3. Þar er einnig bensínafgreiðsla Orkunnar. Sumartími: Frá 15. maí - 31. september: Alla virka daga frá kl. 9:30-18:00. Laugardaga: frá kl. 11:00-18:00. Sunnudaga: frá kl. 13:00-17:00. Frekari upplýsingar veittar í síma 456 4981. 

Vigur, Ísafjarðardjúpi. Vigur er í Súðavíkurhreppi og er næststærsta eyjan í Ísafjarðardjúpi. Hún er fyrir mynni Skötufjarðar og Hestfjarðar, um 2 km á lengd og tæpir 400 m á breidd. Ferðir í Vigur daglega frá mið júni til lok ágúst ár hvert eða skv. óskum hópa. Bókanir og upplýsingar hjá Vesturferðum í síma 456 5111.
 
Ferðaþjónustan Reykjanes. Í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp er boðið upp á gistingu, bæði í íbúðum, svefnpokaplássum og á tjaldsvæði. Veitingasalur er opinn allt árið og möguleikar til gönguferða og náttúruskoðunar eru frábærir. Síðast en ekki síst er 53 m útisundlaug á staðnum. Reykjanes er sautján kílómetra frá aðalveginum um Djúp. Þar er bæði flugvöllur og bryggja. Sími: 456 4844. 

Samkomuhúsið Ögri. Samkomuhúsið er á Ögurnesi við Ísafjarðardjúp, boðið er upp á svefnpokagistingu og eldunaraðstöðu. Sími: 456 4804. Kaffidropinn. Glænýtt kaffihús í Súðavík. Opið alla daga 13:00-17:00. Sími 868 7785.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga