Sjóminjasafnið Ósvör í Bolungarvík
Rétt eftir að Bolungarvík birtist þeim sem koma akandi frá Ísafirði er Sjóminjasafnið Ósvör á hægri hönd niðri við sjóinn, rétt við veginn. Skinnklæddi maðurinn í Ósvör – íslenski vermaðurinn, fiskimaðurinn – er löngu heimsfrægur og með árunum hefur hann orðið eitt af þekktustu táknum eða jafnvel kennileitum Vestfjarða.Safnvörðurinn tekur á móti gestum, íklæddur búningi sem hæfir staðnum, lifandi minjasafni um útgerðarhætti fyrri tíma á Íslandi. Í vörinni framan við verbúðina er sjófær sexæringur en gangspil fyrir ofan, fiskur hangir í hjalli en uppi á lofti í verbúðinni eru flet vermanna. Niðri eru veiðarfæri, tól og tæki og vermaðurinn sýnir handbrögðin sem eitt sinn voru mörgum töm en eru nú flestum gleymd. Í Ósvör eru einnig salthús og fiskreitar. Ósvör er einstakt í sinni röð. Bolungarvík hefur verið nefnd elsta verstöð landsins og víst er að þar hefur verið útræði frá upphafi Íslandsbyggðar. Í Ósvörinni má gaumgæfa hvernig sjósókn á ára-skipum og lífinu og starfinu kringum hana var háttað hérlendis um aldir. Núna hefur verið komið upp þjónustuhúsi á bílastæðinu ofan við safnið.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga