Greinasafni: Söfn
Náttúrugripasafn Bolungarvíkur
Náttúrugripasafn Bolungarvíkur er tileinkað Steini Emilssyni jarðfræðingi, sem var lengi skólastjóri þar í bænum. Steinasafn hans er uppistaðan í steinasýningu safnsins, þar sem líta má gott yfirlit yfir íslenskar stein- og bergtegundir. Einnig er surtarbrandur sýndur á safninu.
Náttúrugripasafn Bolungarvíkur og Náttúrustofa Vestfjarða eru í samtengdu húsnæði.
Safnið er hið fyrsta sinnar tegundar á Vestfjörðum. Sýningarsalurinn er yfir 300 fermetrar og við hann er salur sem gerir það auðvelt er að taka á móti hópum.  Spendýrum og fuglum eru gerð góð skil. Þegar inn er komið heilsar blöðruselsbrimill gestum en hvítabjörninn er ekki langt undan, umkringdur selum, refum, minkum og fuglum. 
Yfir 160 tegundir fugla eru á safninum auk fjölda afbrigða og aldursstiga. 
Þar eru flestar tegundir íslenskra fugla og margir flækingar að auki. Fuglasýningin er ein stærsta sinnar tegundar á landinu. Á stærsta vegg safnsins er veggspjaldasýning um Hornstrandafriðlandið. Einnig eru öðru hverju settar upp ýmsar sýningar tengdar náttúrunni, sem standa yfir í lengri eða skemmri tíma. 
Náttúrustofa Vestfjarða sér um daglegan rekstur Náttúrugripasafns Bolungarvíkur. Starfsfólk hennar annast einnig leiðsögn og fræðslu fyrir safngesti og skólastofnanir á svæðinu.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga