Þuríður sundafyllir
Þuríður sundafyllir og sonur hennar Völu-Steinn numu land í Bolungarvík Kaupstaðurinn Bolungarvíkur stendur við samnefnda vík yst við sunnanvert Ísafjarðardjúp og afmarkast af Traðarhyrnu að norðan en Óshyrnu að sunnan.

      
Bolungarvík          
Tóku þau sér bústað á Vatnsnesi. Á kvennaárinu 1975 var sett upp minningartafla um landnámið, á stóran stein sem nefnist Þuríðarsteinn og er í námunda við staðinn þar sem talið er að bærinn hafi staðið. Árið 1890 var sett á stofn verslun í Bolungarvík en þá var föst byggð að myndast á Bolungarvíkurmölum. Þrettán árum síðar varð Bolungarvík löggilturverslunarstaður, en kaupstaðarréttindi fékk staðurinn 5. apríl 1974.

Íbúar eru tæplega 1.000. Strax á landnámsöld hófst útræði frá Bolungarvík og öldum saman var þar ein stærsta verstöð landsins. Í Bolungarvík er góð höfn og atvinnulífið byggist að stórum hluta á sjávarútvegi. Skammt innan við kaupstaðinn er Ósvör, endurgerð sjóbúð og minjasafn umlífið í verstöðvunum á tímum árabátaútgerðar. Þetta safn er einstakt í sinni röð og sérlega vel heppnað. Í Bolungavík er einnig Náttúrugripasafn. 
Hið forna höfuðból Hóll er kirkjustaður Bolvíkinga og núverandi kirkja var reist þar árið 1908.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga