Greinasafni: Skipulag
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Framkvæmdir í fullum gangi

Framkvæmdir við Tónlistar og ráðstefnuhúsið standa nú sem hæst. Verið er að glerja vesturhlið hússins og byrjað er að setja upp burðarvirki á austur- og norðurhlið hússins fyrir glerhjúpinn sem hannaður var af Ólafi Elíassyni.

Byrjað er að setja upp burðarvirki á austur- og norðurhlið hússins fyrir glerhjúpinn.

Yfir tónleikasalnum er stærstum hluta lofts lokið og vinna hafin við endanlegt þak. Um miðjan mánuð verður svo hafist handa við að setja upp sviðsbúnað í aðal tónleikasalinn. Þá standa yfir framkvæmdir við bílakjallara hússins, sem ganga samkvæmt áætlun.

 
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið telst til metnaðarfyllri byggingaframkvæmda sem ráðist hefur verið í hér á landi til þessa. Húsið mun verða 43 metra hátt og verður í heildina 28 þúsund fermetrar á alls sex hektara lóð. Í húsinu verða fjórir salir og rúmar sá stærsti 1800 manns í sætum. Þá verða 18 minni fundarsalir í húsinu. Þetta gerir það kleift að halda marga viðburði samtímis í húsinu. Til viðbótar því að vera miðstöð tónlistarflutnings á Íslandi, mun byggingin hýsa hvers konar listviðburði, ráðstefnur og sýningar, líkt og nafn hússins gefur til kynna.

 
Til að gefa mynd af umfangi framkvæmdarinnar má nefna að í bygginguna fara um 2.500 tonn af burðarstáli, 4.000 tonn af bendistáli og 30 þúsund rúmmetrar af steypu. Úr grunni byggingarinnar var mokað burt á annað hundrað þúsund rúmmetrum af jarðavegi og á meðan á framkvæmdum við grunn hússins stóð var dælt upp sex milljónum tonna af sjó.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga