Húsgögnin skapa umhverfi okkar
G.Á. Húsgögn hafa yfir 30 ára reynslu af sérsmíði húsgagna
 
G.Á Húsgögn hafa starfað í sérsmíði á húsgögnum í yfir 30 ár, ásamt því að taka að sér öll möguleg verk sem tengjast bólstrun. Ef gengið er um sýningarsal fyrirtækisins verður fljótlega ljóst að um afar vandaða framleiðslu er að ræða og að starfsmenn G.Á. Húsgagna leggja mikinn metnað í verk sín.

Hægt er að láta sníða sófasett inn í hvaða rými sem er. 
 
Þegar kemur að því að velja sér húsgögn í híbýli eða rekstur eru margir breytur sem þurfa að koma saman svo vel fari. Í fyrsta lagi þurfa húsgögnin að passa inn í þau rými sem þeim er ætlað, þá þurfa húsgögnin að tóna við aðrar innréttingar rýmisins og einnig þarf að uppfylla ólíkar kröfur notenda um notagildi.
 
Sérsmíðuð húsgögn útrýma í raun öllum þeim vandamálum sem þessum breytum kunna að fylgja því viðskiptavinurinn getur látið smíða nákvæmlega eftir málum inn í húsnæðið og í raun látið hanna húsgögnin algerlega eftir eigin hentisemi. Þannig vilja sumir breiða vel úr sér fyrir framan sjónvarpið og getur G.Á. smíðað sófa með mun meiri dýpt en sést víðast. Vinnusjúklingar sem ekki geta lagt frá sér fartölvurnar jafnvel þegar þeir sitja inni stofu geta látið hanna fyrir sig vinnuflöt sem fellur inn í setustofuumhverfið.

Starfsmenn G.Á hafa starfað við sérsmíði á húsgögnum í yfir 30 ár. ljósm. Ingó. 
 
Óþarfi að sætta sig við húsgögn sem ekki henta
Grétar Árnason, forstjóri G.Á. Húsgagna, segir að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir mikilvægi þess að velja sér umhverfi eftir eigin smekk og þörfum. „Það er í raun alger óþarfi að sætta sig við húsgögn sem henta þér ekki algerlega. Húsgögnin eru það sem skapa umhverfið sem við lifum og hrærumst í og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að útfæra og framkvæma þær kröfur sem viðskiptavinurinn setur fram af mikilli nákvæmni,“ segir Grétar.
 
Þegar verðin eru svo skoðuð kemur í ljós að sérsmíðuð húsgögn frá G.Á. eru á fyllilega samkeppnishæfu verði og segir Grétar að verðin komi viðskiptavinum sínum iðulega á óvart, en flestir haldi að sérsmíðuð húsgögn séu á mun dýrari.
 
 
Allt sem tengist bólstrun
Til viðbótar við sérsmíðina taka G.Á. húsgögn að sér alls kyns verkefni sem tengjast bólstrun. Þeir sem ástfóstri hafa tekið við ævaforn sófasett sem orðin eru gatslitin geta einfaldlega látið bólstra þau að nýju. Þá segir Grétar einnig mikla aukningu hafa verið í því að fólk láti bólstra veggi á heimilum sínum. „Það er ekki óalgengt að fólk og fyrirtæki sem er að taka við nýju húsnæði með stórum opnum herbergjum glími við mikinn glymjanda og bergmál, en það má draga verulega úr því með því að bólstra hluta rýmisins. Þá vill fólk einnig bólstraða veggi einungis af fagurfræðilegum ástæðum og höfum við til dæmis mikið sett upp slíka veggi í sjónvarpsherbergjum,“ segir Grétar.

Með sérsmíðuðum húsgögnum má koma til móts við ólíkar kröfur viðskiptavina um notagildi.
 
Ferskur andi
Grétar segir að þó fyrirtækið hafi starfað lengi á markaði sé mikil áhersla lögð á endurnýjun innan fyrirtækisins, en þar starfi ungt og hæfileikaríkt fólk sem komi með ferskar hugmyndir og nýja strauma inn í rótgróinn rekstur.

GÁ húsgögn
Ármúla 19   108 Reykjavík
sími 5539595
gahusgogn@gahusgogn.is
www.gahusgogn.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga