Stækkað í kreppunni - Iðntré sérsmíðar innréttingar og húsgögn
-Iðntré sérsmíðar innréttingar og húsgögn fyrir fyrirtæki og einstaklinga
 
Smíðafyrirtækið Iðntré lætur kreppuna ekki á sig fá og er nú að stækka húsnæði sitt um helming, úr 250 fermetrum í 500. Iðntré smíðar innréttingar og húsgögn og þjónustar fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í viðhaldi, breytingum og nýsmíði.

„Starfsmenn Iðntré eru í stakk búnir til að leysa flest verkefni sem viðskiptavinir kunna að koma með inn á borð til þeirra“ Ljósm Ingó

Hermann Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iðntré, segir að ráðist hafi verið í stækkunina vegna þrengsla á vinnustaðnum. „Ætlun okkar var alltaf að hafa þetta lítið og þægilegt, en vegna aukinna verkefna var það ekki hægt lengur. Með stækkuninni getum við nú bætt við okkur verkefnum, hagrætt vinnuumhverfinu og skapað mun aðgengilegra pláss,“ segir Hermann.

Regluleg endurnýjun tækjakosts
Fyrirtækinu veitir ekki af plássinu því allar innréttingar Iðntré eru smíðaðar frá grunni og til þess þarf mikinn tækjakost. Hermann segir að mikil áhersla sé lögð á reglulega endurnýjun tækja. „Við endurnýjum öll tæki reglulega og fyrirtækið búi því yfir vönduðum tækjakosti.

Heildarlausnir
Fyrirtækið var stofnað árið 2002, en allir starfsmenn Iðntré störfuðu áður hjá Húsgagnavinnustofu Ingvars og Gylfa á Grensásvegi og segir Hermann því gríðarlega reynslu vera í fyrirtækinu. Starfsmenn Iðntré eru því í stakk búnir til að leysa flest verkefni sem viðskiptavinir kunna að koma með inn á borð til þeirra, að sögn Hermanns. „Ef við tökum til dæmis að okkur íbúðarhúsnæði, þá getum við leyst allann pakkann; eldhús, baðherbergi, skápa, hurðir, húsgögn og annað. Við höfum verið mikið í því að sérsmíða húsgögn inn á heimili, en það er nokkurn veginn sama hvar er tekið á þessum húsgagnaog innréttingageira, við höfum komið að því flestu,“ segir Hermann.

Þá hefur Iðntré þjónustað fjöldamörg fyrirtæki af ýmsum toga í gegn um tíðina, ásamt því að vinna náið með fjölda arkítekta „Við smíðum mikið inn í skrifstofur þar sem við höfum sérsmíðað fundarborð, móttökuborð, skrifborð, skápa og fleira. Einnig höfum við smíðað innréttingar í apótek, fundaherbergi fyrir hótel og síðast innréttuðum við yfir 70 hótelherbergi fyrir hótel í Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt. Við höfum í raun og veru fengist við allt sem kemur að þessari sérsmíði,“ segir Hermann.

Næg verkefni
Hann segir að þó vissulega hafi verið meira um stærri og íburðarmeiri verkefni fyrir kreppuna, séu verkefni næg hjá fyrirtækinu. „Sú breyting hefur helst orðið að fólk vill frekar endurbætur, viðbætur eða breytingar í stað þess að henda jafnvel öllu út. Það er mun meira aðhald hjá fyrirtækjunum núna, og lítið gert nema nauðsyn sé til, en þá koma bara fleiri einstaklingar inn,“ segir Hermann.

„Sú breyting hefur helst orðið að fólk vill frekar endurbætur, viðbætur eða breytingar í stað þess að henda jafnvel öllu út.“
 

það er nokkurn veginn sama hvar er tekið á þessum húsgagna- og innréttingageira, við höfum komið að því flestu,“

Nánari upplýsingar:

Iðntré ehf
Dragháls 10
110 Reykjavík

Sími: 5776530 GSM: 6867400
www.idntre.is
idntre@simnet.is

 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga