Nýtt vörumerki á nýjum stað

-Ölfusgluggar smíðar glugga og hurðir í Ölfusinu
 
Ölfusgluggar er nýtt vörumerki hjá Hurða- og gluggasmiðjunni ehf., en fyrirtækið flutti rekstur sinn nýverið í Ferjukot í Sveitarfélaginu Ölfusi. Andrés Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ölfusglugga, segir að ákveðið hafi verið að taka upp nýtt vörumerki til að skapa fyrirtækinu sérstöðu, en fjöldi fyrirtækja í sömu framleiðslu starfi undir svipuðum nöfnum.

Andrés segir gott að vera í Ölfusinu, en þar sé öflugt þjónustu- og flutningsnet.

Gott að vera í Ölfusinu
Andrés segir að reksturinn hafi vaxið umfram húsnæðiskost sem fyrirtækið starfaði í áður og því hafi verið tekin sú ákvörðun að flytja reksturinn í Ölfusið áramótin 2007-2008. „Þegar við skoðuðum húsnæðiskosti á þeim tíma var húsnæði mun dýrari á höfuðborgarsvæðinu en í öðrum sveitarfélögum. Það er gott að vera í Ölfusinu, hér er mjög gott þjónustu- og flutningsnet og höfum við því getað þjónustað viðskiptavini okkar á höfuðborgarsvæðinu með sama hætti og áður,“ segir Andrés.

Ölfusgluggar sérsmíða glugga og hurðir í óhefðbundnum sniðum, allt eftir óskum viðskiptavina.

Áratuga reynsla
Líkt og gamla vörumerkið gefur til kynna sérhæfa Ölfusgluggar sig í smíði hurða og glugga, þá bæði nútímalegri hönnun og að gamalli fyrirmynd. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 og eru starfsmenn núna 8 til 10 manns, en fyrirtækið er einnig í samvinnu við aðra smiði sem sjá um mælingar og ísetningar.
 
Starfsemi fyrirtækisins fólst mestmegnis í húsaviðgerðum frá 1997 til 2002, en gluggar hafa verið smíðaðir í fyrirtækinu frá árinu 1999. „Árið 2002 ákáðum við svo að fara meira út í framleiðslu og minnka alla útivinnu. Að lokum hættum við allri verktakastarfsemi og einbeitum okkur nú að vandaðri vöruframleiðslu,“ segir Andrés. Verkefnastaða er góð að sögn Andrésar og hefur fyrirtækið verkefni fram yfir áramót.
 
Hestamenn stórir viðskiptavinir
Helstu viðskiptavinir Ölfusglugga koma að sögn Andrésar úr öllum stigum þjóðfélagsins, bæði einstaklingar, verktakar, fyrirtæki og stofnanir. Þá eru hestamenn einnig stór viðskiptahópur hjá Ölfusgluggum. „Við höfum framleitt bæði glugga og hurðir fyrir hesthús og reiðskemmur og þau eru orðin mörg hesthúsin sem prýdd eru klæðningu frá okkur, bæði á veggjum og í innréttingum. Allt framleitt eftir málum og úr því efni sem kaupandinn óskar,” segir Andrés.

Andrés Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ölfusglugga

Ölfusglugginn
Ölfusgluggar framleiða þrjár megintegundir glugga, ásamt því að sérsmíða glugga og hurðir í óhefðbundnum sniðum, allt eftir óskum viðskiptavina.

Ölfusglugginn svokallaði er að sögn Andrésar stöðluð hágæða framleiðsla sem sé gjarnan valkostur þeirra sem eru að byggja ný hús sem og þeirra sem eru að endurnýja glugga í híbýlum sýnum. Gluggarnir eru framleiddir eftir teikningum varðandi stærð og lögun. Ölfusgluggar eru smíðaðir úr valinni furu en opnanleg fög eru úr Oregon Pine. Fyrir þá sem kjósa harðvið er Mahogany einnig valkostur.

Antik 1 glugginn er gamaldags útlit með nútíma þægindum. Antik 1 glugginn er valkostur þeirra sem eru að endurnýja glugga í eldri húsum, vilja halda upprunalegu útliti en búa við nútíma þægindi varðandi opnunarbúnað, þéttingar og lamir.

Antik 2 gluggarnir eru smíðaðir að gamalli fyrirmynd eldri húsa og búnaður allur eins og tíðkaðist áður fyrr. „Við eigum til á lager allan búnað sem þarf til framleiðslunnar. Antik 2 gluggarnir eru valkostur þeirra sem eru að gera upp gömul hús og vilja halda sig algerlega við upprunalega mynd húsanna. Þessir gluggar eru einnig notaðir þegar verið er að gera upp friðaðar byggingar,“ segir Andrés.

„Þau eru orðin mörg hesthúsin sem prýdd eru klæðningu frá Ölfusgluggum.“

www.olfusgluggar.is

olfusgluggar@olfusgluggar.is

sími 5676730 - 8663022


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga