Sérsniðið að þörfum viðskiptavina
Fanntófell er eina fyrirtækið á Íslandi sem framleiðir formbeygðar borðplötur.
 
Fanntófell sérhæfir sig í smíði á borðplötum, sólbekkjum, skilrúmum og ýmsu öðru fyrir arkitekta, hönnuði, verktaka, innréttingaframleiðendur og einstaklinga. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á svokölluðum formbeygðum plötum og er í stakk búið til að koma til móts við nær hvaða kröfur sem viðskiptavinur kann að setja fram, að sögn Sigurðar Braga Sigurðsonar, framkvæmdastjóra Fanntófells.

Fanntófell er eina fyrirtækið á Íslandi sem framleiðir formbeygðar (postformed) borðplötur og segir Sigurður Fanntófell líklega vera eina fyrirtækið á Íslandi með viðlíka sérhæfingu. Sigurður segir þessa sérhæfingu tvímælalaust skila sér í gæðum á þeim vörum og þjónustu sem fyrirtækið veitir. Kostir þess að framleiða efnið sjálfir segir Sigurður vera að fyrirtækið getur sveigt sig meira eftir þörfum viðskiptavinarins. „Við getum til dæmis framleitt breiðari plötur en þeir sem flytja svona plötur inn í stöðluðum stærðum. Við getum framleitt allt í þeim málum sem einstaklingurinn vill. Þá getum við framleitt borðplötur í mörgum þykktum, allt eftir óskum hvers og eins. Þannig er til dæmis ekki óalgengt að fólk taki allt að 6 cm þykkar plötur.Ótrúlegar hugmyndir
Svo erum við líka í sésmíðuðum borðum sem miðar að því að borðið passi inn í það rými sem því er ætlað. Til viðbótar við hringlaga og sporöskjulaga borð af öllum stærðum og gerðum er einnig algengt að fólk komi hingað með einhverja hugmynd um borðplötu og við útfærum það fyrir viðskiptavininn. Þá erum við jafnvel að tala um mjög óhefðbundin form og eru alveg ótrúlegustu hugmyndir sem hafa komið hingað inn,“ segir Sigurður.
 
Hann segir að þó efnið sé framleitt hér á landi séu vörur og þjónusta Fanntófells á fullkomlega samkeppnishæfu verði og hafi jafnvel frekar verið lægra en hjá samkeppnisaðilum. Á meðal kosta formbeygðra plata segir Sigurður felast í bættari þrifum, því ávalar brúnir dragi síður í sig raka og óhreinindi.Ósýnileg samskeyti
Til viðbótar við formbeygðar plötur býður Fanntófell einnig upp á plötur með viðarkanta, sem og stálkanta, sem Sigurður segir vera mjög vinsæla um þessar mundir. Þá er Fanntófell með svokallaðann Rausolid arkílstein, sem er gegnheilt steinefni. Samskeyti í akrílsteininum eru næsta ósýnileg og er efnið hitaþolið og dregur ekki í sig raka eða óhreinindi. Þá býður Fanntófell upp á skilrúm fyrir salerni sem Sigurður segir veitingastaði og opinberar stofnanir kaupi mikið. Fanntófell býður upp á borðplötur unnar úr límtré í þykktunum 26, 32 og 42 mm. Límtréð er olíuborið og tilbúið til uppsetningar.
 
Sigurður segir að meira sé orðið um eftirspurnir einstaklinga, nú þegar byggingariðnaðurinn stendur í stað, og því hafi Fanntófell opnað nýjan sýningarsal á Bíldshöfða 12 þar sem fólk getur komið og skoðað allt það sem Fanntófell býður upp á.

Fanntófell ehf.Bíldshöfða 12
110 Reykjavík  Sími 587 6688
fanntofell@fanntofell.is  www.fanntofell.is 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga