Myndavélakerfi orðin hluti af innréttingum atvinnuhúsnæðis

„Með svona hárri upplausn er virkilega hægt að þekkja andlit fólks á myndunum,“ segir Daníel.

-Svar Tækni býður upp á eftirlitsmyndavélakerfi með betri upplausn en áður hefur þekkst
 
Einn af afar hvimleiðum fylgifiskum kreppunnar sem nú ríður yfir landið er umtalsverð aukning í innbrotum sem hefur kallað á auknar kröfur um eftirlitskerfi í atvinnuhúsnæði. Svar tækni kynnir um þessar mundir eftirlitsmyndavélakerfi frá framleiðandanum Mobotix, sem býður upp á umtalsvert betri upplausn en áður hefur þekkst í þessum geira.

Myndavélin tekur myndir í 360 gráðu radíus.
 
Daníel Rúnarsson, Vöru- og markaðsstjóri hjá Svar tækni, segir að í dag séu verslunarog skrifstofuhúsnæði í langflestum tilfella teiknuð með myndavélakerfi í huga. „Það mætti tvímælalaust segja að myndavélakerfi séu orðin hluti af nauðsynlegum innréttingum í atvinnuhúsnæði, rétt eins og til dæmis ljósabúnaður, net og raflagnir. Verktakafyrirtæki og verkfræðistofur eru mjög meðvituð um þessa þörf og leita því jafnan til okkar vegna ráðgjafar. Svo hefur því miður verið töluverð aukning innbrota í kreppunni og því hafa fyrirtæki og einstaklingar lagt jafnvel enn meiri áherslu en áður á eftirlitsmyndavélakerfi,“ segir Daníel.

 
Hægt að þekkja andlitin á myndunum
Mobotix eftirlitsmyndavélarnar bjóða upp á meiri myndgæði en þekkst hefur hér á landi, að sögn Daníels. Þetta næst fram með hærri upplausn en tíðkast hjá sambærilegum framleiðendum. Algengt er að upplausn í eftirlitsmyndavélum sé allt frá 0.4 megapixlum og upp í 1.3. „Mobotix býður hinsvegar allt að 3.1 megapixlum, sem augljóslega skilar mun meiri myndgæðum. Með slíkri upplausn er virkilega hægt að þekkja andlit fólks á myndunum, sem oft eru ekki mjög greinileg í eldri kerfum. Þá er hægt að fækka myndavélum töluvert þökk sé þessari háu upplausn, þar sem ein Mobotix myndavél getur sinnt svæði sem tvær til fjórar hefðbundnar myndavélar sinntu áður,“ segir Daníel.

 
Dregur úr kostnaði
Mobotix nálgast eftirlitsmyndavélar á annan hátt en aðrir framleiðendur, að sögn Daníels. Í stað þess að öll úrvinnsla myndefnis fari fram á kostnaðarsömum netþjónum eru myndavélarnar sjálfar með eigin örgjörva sem vinnur myndina og sendir tilbúna til geymslu eða áhorfs. „Þetta dregur verulega úr kostnaði á stoðkerfum s.s netkerfi og netþjónum, því eingöngu sú mynd sem á að geyma er send yfir netlagnir. Sem dæmi má nefna hreyfiskynjun, en þegar hefðbundnar eftirlitsmyndavélar eru settar upp með hreyfiskynjun er allt myndefnið sent á netþjóninn sem síðan greinir á milli hvort geyma eigi efnið eða ekki. Hjá Mobotix fer ákvörðunin fram í myndavélinni sjálfri og því er eingöngu verið að senda það myndskeið sem á að geyma yfir netkerfið. Við þetta minnkar álag á netkerfi fyrirtækja mikið og mikill sparnaður næst fram. Þrátt fyrir dreifða vinnslu er öll uppsetning og stjórnun miðlæg í þægilegu stjórnkerfi. Enn frekari sparnaður næst með því að nýta þær IP lagnir sem til staðar eru í fyrirtækjum því Mobotix vélarnar vinna á IP neti,“ segir Daníel.

Verktakafyrirtæki og verkfræðistofur eru mjög meðvituð um þörf eftirlitsmyndavélakerfa og leita því jafnan til okkar vegna ráðgjafar.“

Ein myndavél vaktar 100 fermetra rými
Það nýjasta frá Mobotix er eftirlitsmyndavél með 360° sýn, svo kölluð Mobotix Q24. Daníel segir þessa vél hafa verið gríðarlega vinsæla hér á landi en með henni er hægt að vakta allt að 100 fermetra svæði, t.d móttökusal eða skrifstofurými. „Þó svo að einungis ein linsa sé í vélinni er samt sem áður hægt að setja upp fjóra ólíka vaktglugga og því má segja að þar séu komnar fjórar myndavélar í einni,“ segir Daníel. Daníel segir að kostnaður við uppsetningu eftirlitsmyndvélakerfis fari alfarið eftir stærð þess svæðis sem á að vakta og hversu vel á að vakta það. „Við mælum með að fyrirtæki og einstaklingar hafi samband við okkur og fái sérhæft tilboð og ráðgjöf frá okkur,“ segir Daníel.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga