Hugað að heilsunni á skrifstofunni - EG Skrifstofuhúsgögn
-EG Skrifstofuhúsgögn bjóða upp á fjölbreyttar lausnir fyrir skrifstofuna
 
EG Skrifstofuhúsgögn hafa starfað á markaði í 13 ár og leggja mikið upp úr vandaðri vöru og góðri þjónustu við viðskiptavini. EG bjóða upp á margar spennandi lausnir fyrir skrifstofuumhverfið og fær þar heilsuvernd síaukið vægi.
Einar Gylfason, annar eigenda EG, segir að fyrirtækið hafi í gegnum tíðina aflað sér sérþekkingar á sviði heilsuverndar á skrifstofum. „Í hönnun skrifstofuumhverfis hefur gjarnan verið einblínt á útlitið, en við viljum bæta kröfur í þá átt að umhverfisþættir fái aukið vægi þegar kemur að hönnun og vali á húsgögnum og þá sérstaklega skrifstofustólum. Oftar en ekki hafa arkitektar hér á landi látið útlitsþáttinn ráðið meiru í vali sínu en heilsuvernd, sem bitnar þá á þeim sem þurfa að nota stólinn. Dýrari stólar eru ekki alltaf betri fyrir heilsuna og þannig getur slæm eða góð hönnun haft áhrif á rekstur fyrirtækja og framleiðni starfsfólks.
 
Þess vegna höfum við verið að afla okkur sérþekkingar á þessu sviði og hafa sjúkraþjálfar til dæmis verið duglegir við að senda skjólstæðinga sína til okkar til að velja sér hentugri stóla. En við erum með til sölu norsku HÅG gæðastólana, sem er eitt besta merkið í stólum sem taka mið af heilsuvernd,“ segir Einar

Rafdrifin hæðarstilling
Þekkt er að hæð vinnuumhverfis getur einnig haft bein áhrif á heilsu starfsmanna sem við það vinna og segist Einar eiga lausn við því. „Það nýjasta í þessum geira eru skriborð með rafdrifinni hæðarstillingu, en með þeim geta þeir sem við borðið hæglega stillt borðið eftir líkamsstærð og þannig fyrirbyggt marga kvilla sem fylgja því að vinna við of hátt eða lágt borð. Við bjóðum upp á gott úrval af slíkum borðum á hagstæðu verði, en fjárfesting í heilsunni er fjárfesting sem borgar sig alltaf á endanum,“ segir Einar.

Valið vandað
Einar segir að mikilvægt sé að vanda valið þegar kemur að því að fjárfesta í húsgögnum og því bjóði EG annars vegar viðskiptavinum sínum upp á að prufa húsgögnin í vikutíma áður en gengið er frá kaupum og hins vegar býður EG upp á að teikna skrifstofuumhverfið upp fyrir viðskiptavini. Ending húsganganna er þá ekki síður mikilvægur að sögn Einars og því býður EG upp á allt að tíu ára ábyrgð á húsgögnum sínum. „Við bjóðum til dæmis upp á 10 ára ábyrgð á HÅG stólunum, auk þess að hæðarpumpur eru með eilífðarábyrgð. Þá erum við til dæmis með tússtöflur þar sem boðin er 25 ára ábyrgð á töflufletinum. Þetta er langar skuldbindingar, en gæðavörur bera þetta vel. Þetta er ekki íþyngjandi heldur getur viðskiptavinurinn treyst því að varan mun endast þennan tíma að lágmarki og sennilega lengur,“ segir Einar.

Capisco stóllinn frá HÅG hvetur til réttrar setu við vinnu.

Verkin tala
Einar segir að viðskiptavinir EG skifstofuhúsgagna hafi í gegn um tíðina verið stofnanir og fyrirtæki með kostnaðarvitund. „Við bjóðum sterk húsgögn og góða þjónustu. Við erum með Rammasamning Reykjvíkurborgar og höfum verið með Rammasamning Ríksins frá upphafi. Þetta sýnir að okkur er teyst og við reynum að standa undir því trausti sem viðskiptavinir okkar bera til okkar.
 
Við erum sennilega ein af fáum skrifstofuhúsgagaverslunin á innflutningsmarkaði í dag sem er eftirlifandi. Flestallar sérhæfðar verslanir með skrifstofuhúsgögn hafa lýst yfir gjaldþroti og hafa hafið störf aftur með nýja kennitölu og hafa því sett aftur fyrir sig skuldir og óhagstæðar skuldbindingar. Ég hef fundið það hjá mörgum viðskiptavinum að þeim líkar ekki svona kennitöluflakk hjá fyrirtækjum sem jafnvel eru í ríkiseigu, þeir láta því verkin tala og versla hjá okkur,“ segir Einar.
 
Oftar en ekki hafa arkitektar hér á landi látið útlitsþáttinn ráðið meiru í vali sínu en heilsuvernd, sem bitnar þá á þeim sem þurfa að nota stólinn.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga