Gríðarleg hagræðing í sérsamsettum tölvubúnaði
-Tölvuvirkni rekur öflugt verkstæði sem býr yfir margra ára reynslu
 
Tölvuþjónustufyrirtækið Tölvuvirkni býður fyrirtækjum upp á sérsamsettan tölvubúnað sem fellur sérstaklega að þörfum hvers reksturs. Björgvin Þór Hólm, rekstrarstjóri Tölvuvirkni, segir að í þessu felist gríðarleg hagræðing, þar sem sérsamsettar tölvur skili bæði auknum gæðum og auknum hraða. Tölvuvirkni rekur einnig öflugt verkstæði sem Björgvin segir að sé afar mikilvægur þáttur í rekstri fyrirtækisins. „Þar sem tölvan er orðin ómissandi verkfæri í lífi fólks verður að vera til traust og óháð tölvuverkstæði sem fólk getur leitað til með tölvubúnað sinn þegar eitthvað bjátar á,“ segir Björgvin.

„Við eigum nánast alla varahluti á lager.“

Tölvuvirkni þjónustar fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og segir Björgvin að sífellt fleiri bætist í þann hóp. „Það er ljóst að tölvur eru orðnar gríðarlega mikilvægur hluti af rekstri fyrirtækja og leggjum við því upp með að bjóða upp á snögga þjónustu og lausnir,“ segir Björgvin.
 
Nánast allir varahlutir til á lager
Hann segir það undantekningalaust betri kost að láta sérsmíða tölvur í stað þess að kaupa þær forsamsettar frá stórum framleiðendum. „Viðskiptavinurinn fær mun meiri gæði og meira reikniafl sem þýðir að viðskiptavinurinn fær hraðari tölvu fyrir peninginn. Þá er til dæmis betra móðurborð með hraðari miðstýringum (kubbasett) sem talar betur við reikniverkið (örgjörvann), vinnsluminnið og grafíska reikniverkið (skjákortið). Þessi mál hefur Tölvuvirkni á hreinu, enda býr Tölvuvirkni yfir víðtækri þekkingu á öllum tölvubúnaði og hugbúnaði og á nánast alla varahluti á lager.“ segir Björgvin.
 
Hann segir að þessi víðtæka þekking skili sér sérstaklega í þeirri þjónustu sem verkstæði fyrirtækisins bjóði upp á. „Sérstaða Tölvuvirkni liggur í Verkstæðinu þar sem margra ára reynsla er nýtt við að lagfæra stýrikerfi hreinsa tölvuvírusa og auglýsingaforrit (svokölluð malware) út úr tölvum. Við tökum við öllum PC tölvum og fartölvum og gerum við, ásamt því að sérsníða tölvur er henta þörfum notanda,“ segir Björgvin.

Tölvuvirkni er í sama húsi og Hjartavernd

Nánast allar tölvur má endurnýta
Hann segir einnig mikið vera um það að fólk komi með eldri tölvur og láti uppfæra þær. „Með uppfærslu er átt við að sett sé stærra reikniverk, meira vinnsluminni eða til dæmis stærri skjákort fyrir nýjustu leikina. Þannig er semsagt hægt að endurnýta nánast flestar tölvur og spara sér stórfé. Tölvur eru vinnutól sem fólk notar við dagleg störf og þegar starfsmenn þurfa að bíða eftir að vinnutólin sinni skyldum sínum, gefur augaleið að með því að uppfæra vinnutólið nýtist starfstíminn mun betur,“ segir Björgvin.
 
Tölvuvirkni byrjaði sem lítið verkstæði í bílskúr í Grindavík árið 2002 og hefur vaxið ásmegin allar götur síðan. „Við notuðum bílskúrsverkstæðið til að þjónusta tölvur í Grindavík og nágrenni ásamt því að flytja inn tölvur og íhluti. Bílskúrinn dugði hins vegar skammt og árið 2003 ákváðum við að flytja í Kópavog og opnuðum þar verslun og verkstæði. Það var orðið helst til þröngt um reksturinn í því húsnæði og höfum við því flutt í Hús Hjartaverndar í Holtasmára, en þar er mun betri aðstaða fyrir viðskiptavini og starfsmenn, enda helmingi stærra en fyrra húsnæði,“ segir Björgvin.

Tölvuvirkni ehf
Holtasmári 1.
201 Kópavogi.
Símar: 555-6250, Fax: 555-6251
Verkstæði 555-6253.
info@tolvuvirkni.is
http://tolvuvirkni.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga