Öryggi, heilbrigði og vinnuumhverfi í öndvegi

-Verkfræðistofan Verkís býður meðal annars upp á námskeið á svið öryggis, heilbrigðis og vinnuumhverfis.
Verkfræðistofan Verkís er öflugt, leiðandi ráðgjafar- og þekkingarfyrirtæki á öllum meginsviðum verkfræði og tengdra greina með áherslu á orkumál. Hlutverk þess og markmið er að veita viðskiptavinum sínum vandaða og faglega ráðgjöf.

Verkís var stofnuð í nóvember 2008 við sameiningu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Rafteikningar, Fjarhitunar, Fjölhönnunar og RTRafagnatækni sem hver um sig var með áratuga reynslu af ráðgjöf og leiðandi á sínu sérsviði. Dóra Hjálmarsdóttir, deildarstjóri öryggis- og gæðamála hjá Verkís, segir að í fyrirtækinu sé fyrir hendi sérfræðiþekking sem uppfyllir þarfir framkvæmda- og rekstraraðila frá fyrstu hugmynd að nýju verkefni, ásamt því að vera til aðstoðar við margháttuð rekstrar- og viðhaldsverkefni.
 
Meðal þeirrar þjónustu sem fyrirtækið býður er:
Undirbúningur framkvæmda og áætlanagerð.
Hönnun hvers kyns mannvirkja, svo sem íbúðar-, atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, orkuvera, samgöngumannvirkja og allra þeirra sérkerfa sem þarf í slík mannvirki.
Verkefnastjórnun, bæði við hönnun og á framkvæmdastað.
Framkvæmdaeftirlit.
Umhverfisráðgjöf.
Öryggis- og heilbrigðisráðgjöf.
 
„Styrkur Verkís felst meðal annars í því að á einum og sama stað geta viðskiptavinir okkar sótt alla hefðbundna verkfræðiráðgjöf, auk þeirrar stoðþjónustu sem nú er orðin eðlilegur hluti af undirbúningi og rekstri flókinna verkefna.
 
Verkís leggur sig fram um að sinna þörfum viðskiptavina sinna fljótt og örugglega, og veita trausta ráðgjöf við byggingu og rekstur mannvirkja í sátt við umhverfið og skynsamlega nýtingu auðlinda. Fyrirtækið hefur þjónustað marga af viðskiptavinum sínum í áratugi og talar það sínu máli um viðhorf þeirra til þjónustunnar,“ segir Dóra
 
Áhersla á öryggi
Um árabil hefur Verkís boðið upp á öfluga öryggisráðgjöf varðandi alla þætti mannvirkjagerðar og almenns rekstrarumhverfis mannvirkja. Þar má nefna áhættugreiningar mannvirkja, brunavarnir, öryggis- og innbrotavarnir, ásamt verkefnum sem snúa að neyðarvörnum veitufyrirtækja svo sem áhættugreiningar, viðbragðsáætlanir og neyðarfjarskipti. Verkís hefur á því sviði boðið viðskiptavinum sínum upp á þjálfun í formi æfinga, námskeiða, fyrirlestra og leiðbeininga.
 
Dóra segir að á síðustu árum hafi áherslan á öryggis- og umhverfismál framkvæmda og reksturs farið vaxandi. „Má segja að vakning hafi orðið í þeim málum á Íslandi og hefur Verkís tekið fullan þátt í því að auka veg öryggis- og heilbrigðis á vinnustöðum og við framkvæmdir með því að auka framboð sitt á þjónustu á því sviði í formi almennrar ráðgjafar, námskeiða, fyrirlestra og ráðstefnuhalds,“ segir Dóra.
 
Námskeiðin löguð að þörfum fyrirtækja
Verkís hefur staðið fyrir námskeiðum um framkvæmd áhættumats starfa og gerð öryggis- og heilbrigðisáætlana fyrirtækja. Efni námskeiðanna hefur verið aðlagað þörfum fyrirtækja þannig að starfsmenn þeirra, öryggisverðir og öryggistrúnaðarmenn ásamt öðrum sem sinna öryggismálum fyrirtækisins séu betur í stakk búnir að framkvæma áhættumat á sínum vinnustað og fylgja úrbótum eftir. En mjög mikilvægt er að byggja upp þekkingu á öryggismálum innan fyrirtækja. Einnig býður Verkís upp á heilsufarsmælingar ásamt heilsufars- og næringarráðgjöf í samvinnu við Rannsóknarþjónustuna Sýni ehf. Nú þegar heimsfaraldur inflúensu geisar býður Verkís upp á ráðgjöf um smitvarnir í formi fyrirlestra og leiðbeininga til starfsmanna, auk þess að bjóða fyrirtækjum leiðbeiningu við gerð viðbragðsáætlana til að tryggja sem best samfelldan rekstur og öryggi framleiðslu og þjónustu þeirra.
 
Verkís hefur aflað sér viðurkenningar Vinnueftirlitsins sem alhliða ráðgjafar- og þjónustuaðili á sviði öryggis- og heilbrigðis á vinnustöðum og er í samstarfi við sérfræðinga á sviði öryggismála og vinnuverndar m.a. Rannsóknarþjónustuna Sýni ehf, Aðgát Eldvarnarþjónustu ehf, Meton ehf, Forvarnir ehf og Magnús Ólafsson sjúkraþjálfara.
 
Yfir 300 starfsmenn
Starfsemin, og þar með öll þjónusta Verkís, uppfyllir kröfur ISO 9001 til vottaðra gæðakerfa auk þess að fylgja metnaðarfullri stefnu í öryggisog umhverfismálum. Yfir 300 einstaklingar starfa hjá fyrirtækinu í höfuðstöðvunum í Reykjavík og á sex öðrum stöðum á landsbyggðinni. Rekstur dreifðra útibúa tryggir þekkingu á staðháttum og aðgang viðskiptavina að sérfræðiþjónustu hvar sem er á landinu. Helstu viðskiptavinir Verkís eru opinber- og einkafyrirtæki sem eru m.a. byggjendur, eigendur og/eða rekstraraðilar vatnsaflsvirkjana, jarðvarmavirkjana, vatns- og hitaveitna, stóriðju, samgöngu-, mennta-, íþrótta-, og heilbrigðismannvirkja. Einnig veitir Verkís ýmsum þjónustufyrirtækjum og verktökum ráðgjöf og þjónustu.
 
Síðustu árin hefur Verkís boðið upp á ýmsa fyrirlestra og námskeið á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum. Námskeiðin eru sérsniðin að þörfum hvers viðskiptavinar og haldin hjá Verkís eða hjá viðkomandi viðskiptavini.

Meðal þess efnis sem fjallað er um er:

Innleiðing öryggismála hjá fyrirtækjum.
Efling öryggisvitundar starfsmanna.
Öryggis- og heilbrigðisáætlun á vinnustað og áhættumat starfa.
Öryggishandbók fyrir smærri verktaka og fyrirtæki.
Afbrot og forvarnir.
Öryggiskerfi, uppbygging og virkni þeirra.
Viðbragðsáætlun vegna farsóttar.
TETRA fjarskipti – námskeið og leiðbeiningar.
Rýmingar, eldvarnir og notkun slökkvibúnaðar.
Neyðarvarnir og neyðarviðbrögð / viðbragðsáætlanir.
Smitvarnir.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga