Tímalaust, stílhreint og nýstárlegt
Tímalaust, stílhreint og nýstárlegt
GuSt
Guðrún Kristín Svein–björnsdóttir á heiðurinn af hönnuninni sem fæst í GuSt.  Lögð er áhersla á sígilda hönnun.

„Það sem ég legg helst upp úr er að konur geti notað fötin ár eftir ár,“ segir Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir fatahönnuður. „Ég vanda mig þegar ég vel efnin en ég nota bara góð efni sem endast lengi. Hönnunin er frekar sígild þó takmarkið sé alltaf að gera eitthvað nýtt í hverri flík. Þetta er sígild, tímalaus hönnun sem endist vel.“
Guðrún nefnir líka notagildi og breytileika. „Fötin eru fyrir sterkar konur. Ég er ekki mikið fyrir blúndur, pífur eða annað dúllerí, legg frekar áherslu á vandaða sníðagerð og að hægt sé að breyta flíkunum. Ég vil helst að hægt sé að nota flíkurnar við sem flest tækifæri, bæði í vinnu og spari“
Guðrún Kristín kemur með tvær línur á ári - sumarlínu og vetrarlínu - og svo bætir hún jafnóðum við þær. „Það kemur alltaf eitthvað eitthvað nýtt, ég er alltaf á vinnustofunni og þær flíkur sem verða til þar koma strax í búðina“ 
Verslunin er á mjög góðum stað í Bankastrætinu, þar sem allt iðar af lífi, kaffihús og islensk hönnun á hverju horni, ég hvet allar konur til að kíkja í miðbæinn, hér finnst mér vera alvöru jólastemmning.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga