Greinasafni: Afþreying
Falleg og hagnýt hönnun á góðu verði
Falleg og hagnýt hönnun á góðu verði
Ilva Korputorgi
ILVA verslanir hafa verið starfræktar í Danmörku í tæp 40 ár en hér á landi í rúm þrjú ár. „Við bjóðum upp á gott vöruúrval og hagnýta hönnun,“ segir Róbert Valtýsson framkvæmdastjóri. „Hjá okkur er hægt að kaupa næstum allt til heimilisins. Hjá ILVA starfar stór hópur af fagfólki og við tökum vel á móti viðskiptavinum hvort sem þá vantar góð ráð, vilja hanna sinn eigin sófa eða vantar bara kerti til að lýsa upp skammdegið. Við bjóðum upp á mikið úrval af fallegum húsgögnum og gjafavöru á sanngjörnu verði og viljum vera leiðandi í ráðgjöf og hugmyndum til að aðstoða viðskiptavini okkar við að eignast fallegt heimili.“
Fyrsta ILVA verslunin var opnuð í Danmörku árið 1974 og er ein af stærstu húsgagna- og gjafavöruverslunum á Norðurlöndum þar sem seld eru sérhönnuð húsgögn og heimilisvörur. Verslanir ILVA eru þekktar fyrir hönnun, gott vöruúrval, hagstætt verð og góða þjónustu. ILVA verslunin hér á landi var opnuð árið 2008 og er í um 7000 fermetra húsnæði og þykir hin glæsilegasta. Við hönnunina var lögð áhersla á að viðskiptavinir fái innblástur og hugmyndir þegar þeir koma í verslunina.
„Við erum sannfærð um að opnun ILVA sé kærkomin viðbót á íslenskan markað og með mikilli þrautseigju starfsfólks hefur verslunin stimplað sig rækilega inn á erfiðan markað og ljóst að ILVA hefur fest sig í sessi og er komin til að vera,“ segir Róbert Valtýsson framkvæmdastjóri.
„Hjá ILVA er boðið upp á ráðgjöf þar sem þjálfað sölufólk tekur á móti viðskiptavinum. Útlitshönnuður vinnur hjá ILVA sem gefur viðskiptavinum og fyrirtækjum góð ráð við val á húsgögnum og smávöru. Hann kemur m.a. með hugmyndir um hvernig megi skipuleggja og fá sem mest út úr hverju rými og samræma stíl - allt að þörfum viðskiptavina - og getur fólk komið með teikningar af húsinu sínu eða skrifstofu.
Við viljum að öll fjölskyldan geti notið þess að versla í fallegu og notalegu umhverfi þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig erum við með Krakkahorn og notalegt kaffihús þar sem viðskiptavinir geta sest niður og fengið sér kaffi og með því. Krakkar geta leikið sér, litað eða horft á barnaefni í krakkahorninu á meðan mamma og pabbi nota tíman til að drekka kaffið sitt eða skoða húsgögn í rólegheitum.“

Houston teikniforrit ein nýjungin
Róbert segir að sófar séu ein af megináherslunum hjá ILVA. Það sem viðskiptavinir þurfa að gera er að fara inn á heimasíðu ILVA, ilva.is, eða koma í verslunina og fá aðstoð sölufólks. Fyrir þá sem vilja að sófinn passi heimilinu þá er HOUSTON einingasófinn lausnin.

Tiltölulega auðvelt er að hanna sófann:
Settu saman 10 mismunandi sófaeiningar,  4 mismunandi armpúða, veldu milli 4 mismunandi tréfóta í 6 mismunandi litum eða málmfætur í krómi. „Síðan erum við með 60 tauáklæði og 20 úr leðri. Svona einfalt er það og þú ert kominn með draumasófann. Hvort sem þú ert meira fyrir rómantískar línur eða nýtískuleg form þá getur þú fengið sófann sem þig hefur dreymt um.
Hvernig sem sófinn lítur út þá skipta þægindin öllu. Allar sófagrindur eru gerðar úr FSC- viðurkenndri furu og eru með nozag fjöðrun. Sessan er með stífum og endingargóðum kjarna úr svampi sem er umlukinn  mjúkri trefjafyllingu. Bak er fyllt með mjúkri trefjafyllingu.“

Aðeins 4 skref í Houston teikniforritinu og sófinn verður að veruleika:
  • Raðaðu einingunum saman
  • Veldu armpúða
  • Veldu fætur    
  • Veldu áklæði
Prufur af öllum efnum og leðri er hægt að skoða í versluninni.

Stefnur og straumar
Á meðal annarra nýjunga má nefna að rómantískur sveitastíll er ráðandi í vöruúrvali ILVA um þessar mundir og innblásturinn sóttur í náttúruna sem m.a. má sjá í smávöru eins og lömpum, textíl, gallerí og púðum. Það sama gildir um húsgögnin þar sem rómantíski stíllinn er þráðurinn í gegnum verslunina en að sjálfsögðu fá allir stílflokkar að njóta sín.
Róbert minnir einnig á vefverslun www.ilva.is en þar er hægt að versla allar vörur sem og símleiðis í gegnum þjónustuborð.
„Sú breyting hefur orðið hjá ILVA að fyrstu misserin komu nýjar vörulínur  tvisvar á ári en í dag koma nýjar vörur allt árið. Fólk á að geta komið reglulega í verslunina og alltaf séð eitthvað nýtt.“ Þess má geta að ILVA skiptir út um 30% af vöruúrvali sínu á hverju ári
Róbert segir að nú sé einnig lögð áhersla á verðstiga sem þýðir að innan hvers vöruflokks má finna vörur á ólíku verði - allt frá vöru á góðu verði og vörur í hærri verðflokki. ILVA er stöðugt að leita leiða til að lækka vöruverð án þess að það komi niður á gæðum vörunnar.

„ILVA er fyrir alla....hér eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga