Greinasafni: Afþreying einnig undir: List
Sjá um hönnun og framleiðslu
Sjá um hönnun og framleiðslu
Hjá Format er boðið upp á hönnun og framleiðslu allt frá nafnspjaldavösum upp í heilu verslanirnar og sýningarnar.

Pétur Ingi Arnarson og Örn Einarsson stofnuðu Format árið 2002 og frá því 2007 hefur Akron verið hluti af Format. Pétur Ingi og Örn voru einu starfsmennirnir framan af en í dag eru starfsmenn 13.
Ólíkar lausnir eiga við í ólíkum umhverfum og hjá fyrirtækinu er unnið eftir þaulreyndum hönnunarferlum sem taka mið af ýmsum þáttum svo sem val á efni, staðsetningu kynningarvara, sýnileika þeirra, markhópum og söluferlum.
Hjá fyrirtækinu fæst úrval ólíkra efna svo sem plexígler, pvc, pet, ál og timbur.
„Það sem er sérstakt við Format er að við tengjum saman hönnun og framleiðslu á sama stað,“ segir Pétur Ingi. „Það er að segja: Það sem við hönnum/teiknum getum við líka framleitt auk þess sem við erum í samstarfi við aðra hönnuði, arkitekta og verktaka. Markmiðið hjá okkur er að viðskiptavinir okkar fái heildarlausn sem er sérsniðin að þeirra þörfum.“
Við stofnun fyrirtækisins var lögð áhersla á að fjárfesta í fullkomnum framleiðslutækjum og segir Pétur að fyrirtækið hafi yfir að ráða stórum, tölvustýrðum plastskurðarvélum auk vélar sem sker með lasergeisla. „Þetta samspil hönnunar og fullkominna framleiðslutækja gerir okkur kleift að framleiða ýmsar vörur með mjög öruggum hætti. Allt frá því að vera flóknar innréttingar í verslanir til einfaldra jólaóróa í glugga.“ 

Ýmsar sýningar

Format hefur komið að framleiðslu fjölda sýninga og má þar nefna sýninguna á Hrafnseyri við Arnarfjörð sem var sett upp í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Það verkefni var í samstarfi við Björn G. Björnsson og Basalt arkitekta.  „Við framleiddum um 90 metra langan, bogadreginn glerhjúp sem er uppistaðan í sýningunni. Þetta er mjög flókin sýning tæknilega séð; það var tæknilega erfitt að formbeygja tveggja metra háar 10 mm þykkar plexíglerplötur. Þetta var krefjandi verkefni og skemmtilegt. Allt gekk þetta upp og samstarfið hjá öllum þeim sem komu að þessu var mjög gott.
Format hefur einnig komið að framleiðslu Gestastofu og upplýsingamiðstöðvar þjóð–garðsins í Ásbyrgi sem nefnd er Gljúfrastofa. Í því verkefni var lögð áhersla á Jökulsá á Fjöllum og þátt hennar í mótun lands og lífs. Frábær sýning sem er að mestu leyti framleidd hjá okkur og hönnuð af Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur og Bility ehf.
Í þessari sýningu var efnisval mjög fjölbreytt.  Plexigler sýningakassar ásamt stöplum og stöndum úr krossvið og utanhúsklæðningu meðal annars. Mikið um útskornar fígúrur bæði plöntur og dýr.
Að auki höfum við framleitt ekki ósvipaðar sýningar fyrir Landgræðsluna Gunnarsholti ásamt Bility ehf.“

Verslanir
„Auk sýninga höfum við séð um heildarlausnir fyrir ýmsar verslanir.
Nýverið lukum við t.d. við hönnun og framleiðslu á verslun fyrir Hátækni í Ármúla.
Það er dæmi um flókna framsetningu á fjölbreyttum vörum sem þurfa sérlausnir svo að framsetning sé góð. Verslanir Zo-On á Íslandi og í Noregi eru svo annað dæmi.
Af því að framleiðslan okkar er tölvukeyrð er auðvelt að hafa yfirsýn yfir hvern og einn hlut. Búa til kerfi sem hentar viðkomandi vöru og verslun. Eftir að búið er að hanna kerfi sem hentar er mjög auðvelt að gera breytingar og þróa sig áfram.“ 


Framleiðsluvörur

„Mörg af okkar stærri verkefnum hafa snúist um sjálfsafgreiðslu í verslunum. Við framleiðum t.d. nammibari, bakarí og blaðarekka. Þetta er mjög fjölbreytt og það þarf að taka tillit til ýmissa ólíkra þátta ef vel á að takast til. Velja réttu efnin og að hanna vörurnar þannig að þær þoli þá umgengni sem til er ætlast. Við höfum aflað okkur mikillar reynslu í þessum geira og höfum hannað fjöldann allan af lausnum sem hafa reynst vel. Flestir kannast við borðstanda eða póstkassa úr plexigleri sem dæmi.
Við höfum einnig verið í mjög góðu samstarfi við aðra hönnuði og framleiðum ýmsar vörur fyrir þá. Trúnaður og traust á milli aðila er lykilatriði þegar um slíkt er að ræða.
Þetta er viðkvæmt svæði og það hefur komið fyrir að við höfum neitað aðilum um að framleiða fyrir sig eitthvað sem er eins eða mjög líkt því sem fyrir er.  Þessi hluti okkar starfsemi hefur stækkað að undanförnu og margir hönnuðir að velta fyrir sér framleiðslu á sínum vörum. Íslenski markaðurinn er hins vegar mjög lítill en á móti kemur að mjög ódýrt er að koma með nýja vörur inn á hann og prófa hvort hlutir seljast eða ekki.“

Þjónustan
Pétur Ingi segir að efnissala hafi alltaf verið stór hluti af Format/Akron. „Við bjóðum upp á mikið úrval af plast tegundum frá ýmsum framleiðendum. Plexiglerið okkar kemur frá Evonik sem er stærsti acryl plast framleiðandi í heimi. Einnig erum við með plexiglerrör og prófíla.“
www.format.is


Format - Akron ehf

Gjótuhraun 3  • 220 Hafnarfjörður
+354 555 6550
format@format.is
www.format.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga