Greinasafni: Afþreying einnig undir: List
Hlaut alþjóðleg gæðaverðlaun
Hlaut alþjóðleg gæðaverðlaun
RB Rúm
Fyrirtækið RB rúm, sem hefur verið starfrækt í 68 ár, hlaut nýlega alþjóðleg gæðaverðlaun sem veitt eru fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Hjá fyrirtækinu eru m.a. framleidd rúm, höfðagaflar, springdýnur og ýmsir fylgihlutir.

Ragnar Björnsson stofnaði fyrirtækið árið 1943 í Hafnarfirði og einbeitti sér fyrst í stað að húsgagnabólstrun. Hann fór til Danmerkur á fimmta áratugnum og lærði að búa til springdýnur og eftir að námi lauk og heim kom var lögð áhersla á framleiðslu á slíkum dýnum. Síðar var farið að framleiða rúmbotna og í dag eru auk þess framleiddir höfðagaflar, náttborð, dýnuhlífar, lök og ýmsir aðrir fylgihlutir. Auk verslunar og bólsturverkstæðis rekur fyrirtækið saumastofu og er lögð áhersla á að sem mest sé framleitt hér á landi. Hvað höfðagaflana varðar má nefna að viðskiptavinir geta komið með eigin hugmyndir og eru þá gaflarnir hannaðir í samræmi við það.
„Við framleiðum nokkrar gerðir af springdýnum sem hægt er að endurnýja eftir áralanga notkun; þegar dýnurnar fara að gefa sig ætti ekki að henda þeim heldur koma með þær til okkar,“ segir Birna Ragnarsdóttir, fram–kvæmdastjóri fyrirtækisins. „Og ef eitthvað bjátar á og ef eitthvað er ekki eins og það á að vera þá erum við hérna til staðar og veitum alla þjónustu.“

Alþjóðleg gæðaverðlaun
RB rúm er aðili að heims–samtökunum ISPA en um er að ræða gæðasamtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun á springdýnum.
Viðskiptavinir geta valið um fjórar tegundir af springdýnum sem RB rúm framleiða: RB venjulegar, Ull-deluxe, Super-deluxe og Grand-deluxe. Þá eru fjórir stífleikar í boði á þessar fjórar tegundir: Mjúk, medíum, stíf og extrastíf. Hægt er að breyta stífleika dýnanna en ef fólk er ekki sátt við dýnuna sem það hefur keypt - ef því finnst hún til dæmis vera of hörð eða of mjúk - þá er boðið upp á breytingu á henni viðkomandi að kostnaðarlausu svo fremi sem þetta er gert innan sex mánaða frá því hún var keypt.
Hjá RB rúmum eru einnig fram–leiddar sérhannaðar sjúkradýnur.
RB rúm hlaut nýlega alþjóðleg gæðaverðlaun sem veitt eru fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu og kallast verðlaunin International Quality Crown Awards og fór verð–launaathöfnin fram í London. Einungis eitt fyrirtæki í hverri grein fær verðlaunin ár hvert. Verðlaunin hafa verið veitt í 20 ár og þykir mikill gæðastimpill.

Hótel og gistihús
Fyrir utan að selja rúm, springdýnur og fylgihluti til einstaklinga framleiðir RB rúm mikið fyrir hótel, gistiheimili og félagasamtök og skipta þau mörg hundruð rúmin sem framleidd eru á hverju ári fyrir þann markað. Við framleiðsluna er lögð mikil áhersla á gæði og vönduð vinnubrögð og eiga rúmin að endast lengi. „Hótelrúmin frá okkkur eru öll með tvöföldu fjaðrakerfi.“
Má í þessu sambandi nefna Icelandair Hotels, Hótel Holt, Hótel Borg, Hótel Klett, Kea Hótel og Hótel Smyrlabjörg.
„Einnig hefur það færst í vöxt að hótelin vilji fá sængurfatnað, lök, dýnuhlífar, sæng og kodda allt í sama pakkanum og erum við með það líka.“

Tískustraumar
Birna segir að þótt viðskipta–vinurinn sjái það ekki þá séu alltaf gerðar breytingar í dýna–framleiðslunni á um tveggja ára fresti. „Við reynum að fylgjast vel með allri þróun í þessu fagi og förum reglulega á sýningar og heimsækjum aðra I.S.P.A félaga. Von er á nýrri tegund af yfirmottum sem eru fastar á dýnunum og eru fjaðrir einnig inni í þeim eins og aðaldýnunum.“
Tískustraumar ganga yfir og það sem var í tísku á sínum tíma gæti komið aftur í tísku. Það á einmitt við um rúmgafla sem Birna segir að eigi vinsældum að fagna um þessar mundir. Gaflarnir eru hannaðir í öllum stærðum hvað varðar lengd, breidd og hæð, þeir eru allir bólstraðir og valmöguleikar á áklæðum eru fjölmargir, bæði áklæðis-tegundum og litum.
Birna segir að það hafi lengi verið vinsælt að hafa rúmbotninn og höfðagaflinn í stíl og núna er einnig hægt að fá náttborð og rúmfatakistla í stíl.
Hvítt og svart er ennþá vinsælt en jarðlitirnir eru að koma inn aftur; gráir, brúnir og drappaðir litir.
„Það hefur verið markmið R.B.Rúma síðasliðin 68 ár að hanna og framleiða rúm og springdýnur til ánægðra viðskiptavina sinna um allt land og er stefna að halda því áfram um ókomin ár.“


RB rúm

Dalshraun 8 • 220 Hafnarfjörður
+354 555 0397
rum@rbrum.is
www.rbrum.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga