Greinasafni: Skipulag
Örugg varsla gagna
Örugg varsla gagna
Gagnavarslan ehf.

Gagnavarslan ehf. er þekkingarfyrirtæki á sviði upplýsingastjórnunar með tæplega  50 sérfræðinga  í tveimur löndum.  Starfsemin skiptist í 3 meginsvið; ráðgjafasvið, hugbúnaðarsvið og vörslusvið.  Hjá fyrirtækinu starfar flottur hópur sérfræðinga á sviði; upplýsingatækni, skjala- og upplýsingastjórnunar, breytingastjórnunar, gæða- og öryggismála, ferlagreininga, verkefnastjórnunar, skönnunar og skráningar, prentþjónustu, vörslu á pappírsgögnum auk meðhöndlun rafrænna gagna.
Í nútíma þjóðfélagi er gagnamagn alltaf að aukast og til að ná stjórnun á þessu mikla magni upplýsinga þarf að innleiða rétt verklag og nýta sér öflugar hugbúnaðarlausnir sem nýta nýjustu tækni. Þetta veit Brynja Guðmundsóttir vel en hún lét gamlan draum rætast í lok ársins 2007 og stofnaði fyrirtækið Gagnavörsluna sem hefur það að markmiði að bjóða ýmsum aðilum upp á heildarlausn á skjala- og upplýsingastjórnun auk þess að ferlagreina starfsemi með það að leiðarljósi að auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri.
Gagnavarslan hefur þróað fjórar hugbúnaðarlausnir sem allar eru á sviði upplýsingastjórnunar og byggjast á nýjustu tækni.  Í fyrsta lagi má nefna CoreData ECM sem er öflugt upplýsingastjórnunarkerfi, í öðru lagi CoreData Claim - kröfukerfi fyrir slitastjórnir/skiptastjóra, CoreData Boardmeeting - vefgátt fyrir stjórnarfundi og að lokum CoreData Virtual Data Room - rafrænt gagnaherbergi.
CoreData ECM býður upp á stjórnun upplýsinga frá því þær verða til og þar til þeim er eytt.  Þar eru notendavænleiki, rekjanleiki, öryggi og nýjasta tækni höfð að leiðarljósi.  Með innleiðingu á CoreData er svarthol fyrirtækja (sameiginlegu drifin) úr sögunni, en þau fara inn í hugbúnaðinn.  Í CoreDat er boðið upp á stjórnun á tölvupóstum þar sem samskiptaþræðir haldast.  Vefgáttir sem auðvelda og auka öryggi vegna vinnu með  ytri aðilum er hluti af hugbúnaðinum og heldur utanum gögn þessara aðila.  Einnig fara ferlar  inn í kerfið, útgáfustýring er á upplýsingum, dulkóðun og utanumhald verkefna auk verkbeiðna.  Mikilvægasti eiginleiki CoreData er þó hversu notendavænn hugbúnaðurinn er og ótrúlega öflugir leitarmöguleikar.  Mjög auðvelt er að læra á hugbúnaðinn og lögð er áhersla á það að hafa skráningu auðvelda og sem minnsta.  Auðvelt er að samþætta hugbúnaðinn við aðrar hugbúnaðarlausnir innan fyrirtækja.  Ekki þarf að kaupa kerfið heldur er leigður aðgangur að kerfinu/þjónustunni  (SaaS-Software as a Service) og í þjónustunni er m.a.  innifalið; hugbúnaðurinn, uppfærslur, vinna við uppfærslur, vélbúnaður, stýrikerfi, rekstur kerfis og afritun.
CoreData ECM hentar öllum atvinnugreinum, og er notaður bæði stór og lítil  fyrirtæki.
Öflugur hópur á hug–búnaðarsviði vinnur eftir mjög metnaðarfullri útgáfuáætlun þar sem fjöldi  nýjunga eru á döfinni, sem eru margar bylting fyrir þá sem hafa verið að vinna í hefðbundnum skjala- og upplýsingastjórnunarkerfum.  Hugbúnaðurinn er aðgengilegur í gegnum spjaldtölvur og smartsíma.
Öflugt ráðgjafasvið með sérfræðinga á sviði skjala- og upplýsingastýringar, ferlagreininga, gæða- og öryggismála, breytingastjórn–unar, verkefnastjórnunar, upplýsingatækni.
„Markmið ráðgjafanna er að aðstoða viðskiptavini við að auka skilvirkni innan fyrirtækisins sem og að ná hagræðingu í rekstri með aukinni yfirsýn,” segir Brynja.  Þetta er gert með því að byggja upp öflugt stjórnkerfi hjá fyrirtækjum með einfaldleikann að leiðarljósi.  Rannsóknir sýna að 10-50% af tíma starfsmanna fer í leit að gögnum eða óþarfa skráningu og er því til mikils að vinna.  En jafnframt með því að greina ferla með það að markmiði að byggja upp þekkingarstjórnun, samræma vinnubrögð, einfalda og auka skilvirkni.  Þá hefur fyrirtækið bæði kennt verkefnastjórnun, þjálfað verkefnastjóra og verið verkefnastjórar fyrir viðskiptavini.  Ráðgjafar hafa einnig tekið að sér að vera skjalastjórar eða gæðastjórar fyrir fyrirtæki og er mjög mikil hagvæmni sem í því.  Þá hefur Gagnavarslan tekið að sér að flytja fyrirtæki og stofnanir og sjá þá um allt er tengist flutningunum frá A-Ö. Sérfræðingar ráðgjafasviðs hafa breytingastjórnun að leiðarljósi í allri sinni vinnu. 
Vörsluhúsnæði Gagna–vörslunnar : Varsla efnislegra skjala, muna, listaverka og menningarminja auk skönnunar og skráningar.
Gagnavarslan er staðsett á gamla varnarsvæðinu, Ásbrú í Reykjanesbæ og nýtur þar af leiðandi þess frjóa andrúmslofts sem uppbygging á svæðinu hefur upp á að bjóða að mati Brynju, sem segir áhuga á að taka þátt í slíku umhverfi hafa ráðið staðsetningu fyrirtækisins. „Styrkleiki okkar felst í að bjóða upp á allt sem viðkemur geymslu og vörslu skjala og upplýsinga stórra og smárra aðila, hvort sem um er að ræða rafræn eða efnisleg gögn. Gagnavarslan rekur stórt húsnæði á gamla varnarsvæðinu til geymslu skjala en einnig til geymslu ýmissa muna, listaverka og menningarminja. Um er að ræða sérhæft húsnæði sem hefur að geyma fullkomið öryggis-og brunakerfi. „Ef fyrirtæki óskar eftir þjónustu okkar þá sjáum við um að pakka skjölunum og setja þau síðan í geymslu eftir ströngu ferli, sem inniheldur til dæmis strikamerkingu á öllum gögnum. Ef aðila í viðskiptum við okkur vantar skjöl, þá getur hann nálgast þau eftir þremur leiðum; hann getur í fyrsta lagi fengið þau send rafrænt eftir að við höfum skannað þau inn og dulkóðað, í öðru lagi er ávallt sendibíll á okkar vegum á ferðinni sem getur keyrt með gögnin til viðkomandi og að lokum er ávallt hægt að koma hingað til okkar og ná í þau,” segir Brynja. „Við bjóðum einnig upp á vörslu alls kyns menningarminja og listaverka en til þess  erum við um þessar mundir að byggja upp sérvörslu fyrir söfn og höfum við frábæran safnafræðing í vinnu við það verkefni.” Fyrirtæki geta einnig sótt alla þá þjónustu sem viðkemur skjölunum sjálfum til Gagnavörslunnar, til að mynda prentþjónustu og skönnun en til slíkra verkefna keypti Gagnavarslan prentfyrirtækið Aðstoð. Gagnavarslan er með frábæra sérfræðinga í skönnun og skráningu gagna, hvort sem um er að ræða hefðbundin skjöl, microfilmur, fundagerðarbækur, teikningar eða annað. Einnig er hægt að fá öll skjöl og gögn flokkuð og skráð eða eytt ef þess er þörf.

Gagnavarslan ehf.
+354 553 1000
gagnavarslan@gagnavarslan.is
www.gagnavarslan.is.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga