Greinasafni: Söfn einnig undir: List
REYKJAVÍK fyrir hundrað árumREYKJAVÍK fyrir hundrað árum
Nýlega var hafin útgáfa á ritverkinu REYKVÍKINGAR. Fólkið sem breytti Reykjavík úr bæ í borg. Þar er fjallað um húsin í Reykjavík og farin er visitasíuferð um götur bæjarins og sagt frá húsráðendum árið 1910 og fjölskyldum þeirra. Götunum er raðað í stafrófsröð og í fyrsta bindi verksins er farið frá Aðalstræti í Bergstaðastræti og í öðru bindinu er haldið áfram með Bergstaðastræti og endað á Bráðræðisholti.
Reykvíkingar bjuggu í 1132 íbúðarhúsum árið 1910 og heimili bæjarins voru þá um 2400. Húsráðendur voru þá sumir komnir til ára sinna og aðrir höfðu nýstofnað heimili og því spannar saga þeirra Reykvíkinga sem fjallað er um langt tímabil.
Mikið og merkilegt myndasafn af húsum og þjóðlífi í Reykjavík, sem aldrei hefur áður birst, hefur verið dregið fram í dagsljósið og gefur það ritverkinu verulegt gildi.
Auk þess eru birtar ljósmyndir af nær öllum húsráðendum í Reykjavík árið 1910 og börnum þeirra, en það hlýtur að teljast merkilegt að varðveittar séu ljósmyndir af nær öllum íbúum höfuðborgarinnar fyrir hundrað árum.
Auk fróðlegs efnis um mannlífið í Reykjavík og lífshlaup Reykvíkinga er afar áhugavert að sjá allt þetta efni í samhengi við götur bæjarins og upplifa þannig bæjarbraginn. Fyrsti áratugur 20. aldar í lífi Reykvíkinga var tími mikilla framfara og bættrar afkomu, og á tíu fyrstu árum aldarinnar tvöfaldaðist íbúafjöldi bæjarins. Þilskipaútgerðin hafði mjög jákvæð áhrif á efnahag fólks. Byggingameistarar og iðnaðarmenn kepptust um að byggja hús við margar nýjar götur í bænum, bæjarbúar fengu síma, vatnsveitu og fleiri tækninýjungar hófu innreið sína. Nýjar atvinnustéttir hreiðruðu um sig í bæjarlífinu, klæðskerar, rakarar o.fl. og menningarlíf blómstraði. Reykvíkingar voru að upplifa nýja tíma. Eftir húsbrunann mikla í miðbænum 24. apríl 1915 fór að draga verulega úr byggingu timburhúsa í bænum, en steinsteypan fór að taka við sem aðal byggingarefnið. Þó svo að mörg hinna stílhreinu gömlu timburhúsa Reykjavíkur séu horfin er þó nærri helmingur húsanna sem til voru í Reykjavík árið 1910 enn uppi standandi, sum mega muna fífill sinn fegurri, en önnur hafa verið endurbyggð af mikilli kostgæfni og alúð.
Sjón er sögu ríkari. Kynnið ykkur þetta merkilega ritverk um þá sem breyttu Reykjavík úr bæ í borg.

Bækurnar REYKVÍKINGAR fást í öllum helstu bókaverslunum og hjá Reykjavík Art Gallery á
Skúlagötu 30, 101 Reykjavík.

Pantanir má senda á netfangið: thsteinn@simnet.is      
sími: 8936653Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga