Greinasafni: Söfn
Jólin í Þjóðminjasafni Íslands
Jólin í Þjóðminjasafni Íslands
Sjá videó hér
Desember er mikill hátíðarmánuður í Þjóðminjasafni Íslands og hefur jóladagskrá safnsins unnið sér ómissandi sess í jólaundirbúningi margra. Jólasveinarnir koma í heimsókn einn af öðrum síðustu þrettán daga fyrir jól, en þeir hafa heimsótt safnið á aðventunni í rúm tuttugu ár.
Jóladagskráin hefst sunnu–daginn 11. desember með opnun jólasýninga og skemmtilegum uppákomum. Von er á spennandi leynigestum – hverjir skyldu það vera?
Á Torginu er sýningin Sérkenni sveinanna, en þar má sjá jólahús með gripum sem tengjast jólasveinunum. Gripina má snerta og geta þeir hjálpað börnum að skilja nöfn jólasveinanna.
Í forsal á 3. hæð safnsins verður jafnframt hægt að skoða gömul jólatré og jólakort.

Einnig gefst færi á að fara í jólaratleikinn Hvar er jólakötturinn? og finna litlu jólakettina sem hafa verið faldir innan um safngripina. Fleiri fjölskylduleikir eru í boði í afgreiðslu safnsins.
Fyrsti jólaveinninn, Stekkjastaur, er væntanlegur til byggða að morgni mánudagsins  12. desember og kemur beint í heimsókn í Þjóðminjasafn Íslands þegar hann er búinn að gefa góðu börnunum í skóinn. Þar mun hann segja gestum frá ferðum sínum og syngja nokkur jólalög. Þeir bræður koma svo í safnið daglega fram á aðfangadag, þegar Kertasníkir kemur í bæinn. Það er hátíðleg stund þegar börnin hitta sveinka gamla, færa honum kerti og jólin alveg að bresta á. Dagskráin hefst alla daga frá 12.-24. desember kl. 11, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Safnbúðin er að vanda full af þjóðlegum leikföngum, vönduðum minjagripum,  íslenskri hönnun og bókum. Hér er hægt að fá margs kyns gjafavöru í jólapakkann og auðvitað bæði kerti og spil. Í safnbúðinni fæst einnig suðusúkkulaði í fallegum umbúðum og uppskrift að heitu súkkulaði fylgir með.
Á heimasíðu safnsins er að auki hægt að fræðast um íslenska jólasiði, jólamat og fylgjast með jóladagatalinu: www.thjodminjasafn.is/jol

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga