Veðrið eftir landshlutum
Höfuðborgarsvæðið sjá hér
Faxaflói sjá hér
Breiðafjörður sjá hér
Vestfirðir  sjá hér
Norðurland vestra sjá hér
Norðurland eystra sjá hér
Austurland að Glettingi sjá hér
Austfirðir  sjá hér
Suðausturland  sjá hér
Suðurland  sjá hér
Miðhálendið  sjá hér

Tíðarfar 2011
Stutt yfirlit í síðustu viku ársins
Tíðarfar var lengst af hagstætt á árinu um meginhluta landsins. Síðari hluti vors og fyrri hluti sumars voru þó óhagstæð um stóran hluta landsins en þeirrar erfiðu tíðar gætti lítið á Suðvesturlandi.

Hiti
Þrátt fyrir tvö mikil kuldaköst, var árið 2011 í heild hlýtt. Í Reykjavík var hiti um 1 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990 og 0,4 stigum ofan við meðalhita áranna 1931 til 1960. Er þetta 16. árið í röð þar sem hiti er ofan meðallags í Reykjavík og 17. til 18. hlýjasta ár frá upphafi samfelldra mælinga 1871.

Í Stykkishólmi var hiti 0,9 stigum ofan meðallags og er það 20. til 23. hlýjasta frá upphafi mælinga þar 1845. Á Akureyri var hiti 0,8 stigum ofan meðallags og hið 13. í röð ofan meðallags og það 30. á hlýindalistanum.

Sérlega kalt var norðaustanlands síðari hluta maímánaðar og langt fram eftir júní. Mikið kuldakast gerði um land allt um mánaðamótin nóvember/desember og stóð nokkuð fram í desember. Á Akureyri var júní sá kaldasti síðan 1952, en hiti var við meðallag á Suðurlandi. Óvenjuhlýtt var hins vegar á landinu í apríl og nóvember. Aprílmánuður var í hópi allra hlýjustu mánaða norðaustan- og austanlands og nóvember nærri jafnhlýr að tiltölu.

Úrkoma
Árið var frekar úrkomusamt í heild. Í Reykjavík var úrkoma um 10% umfram meðallag. Það telst þó ekki óvenjulegt. Þurrt var þar í júní, en aprílmánuður var óvenjuúrkomusamur og var aðeins einn sólarhringur þurr í mánuðinum. Úrkoma mældist um 30% umfram meðallag á Akureyri og þar var sérlega úrkomusamt í maí og október. Á undanförnum árum hefur úrkoma á Akureyri mælst óvenjumikil og er 2011 tíunda árið í röð þar sem úrkoma hefur verið yfir meðallagi á þeim slóðum.

Snjór
Í Reykjavík eru alhvítir dagar þegar orðnir 10 fleiri en að meðaltali 1961 til 1990, en fjöldinn er í meðallagi sé miðað við árabilið 1971 til 2000. Munar langmestu um óvenjuþrálátan snjó í desember. Alhvítir dagar hafa ekki orðið jafnmargir í þeim mánuði frá upphafi samfelldra snjóhuluathugana í Reykjavík 1921. Þrátt fyrir að alhvítt hafi verið á Akureyri alla daga desembermánaðar er fjöldi alhvítra daga þar á árinu um 30 færri en í meðalári.
Sólskinsstundir

Árið var sólríkt í Reykjavík. Sólskinsstundir voru nærri því 200 fleiri en í meðalári og er þetta tólfta árið í röð sem stundirnar eru fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar hins vegar 66 færri heldur en í meðalári og hafa þær ekki verið jafnfáar síðan 2002.
Loftþrýstingur

Mikil umskipti urðu á milli áranna 2010 og 2011. Fyrra árið var þrýstingur með því allra hæsta sem um getur en síðara árið var hann með lægsta móti og hefur ekki verið jafn lágur í Reykjavík síðan metárið 1990. Meðalþrýstingur síðustu fjóra mánuði ársins hefur aldrei orðið jafnlágur í Reykjavík og nú.

Vindhraði
Meðalvindhraði á mönnuðum stöðvum var sá mesti síðan 1993. Sérlega illviðrasamt var í apríl. Illviðri sem náðu til meginhluta landsins voru ekki mörg á árinu.
vedur.is

Ytri vefur Veðurstofu Íslands, vedur.is, miðlar rauntímaupplýsingum, viðvörunum, tilkynningum, gögnum, skýrslum, rannsóknarefni, fréttum, fróðleik og kynningarefni er varða viðfangsefni stofnunarinnar. Sum rannsóknar- og samstarfsverkefni hafa sína eigin undirvefi.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga