VÆNGJAÐ myrkur. Eftir William Heinesen
VÆNGJAÐ myrkur er eftir William Heinesen með myndskreytingum eftir færeyska listamanninn Edward Fuglø. Bókin er gefin út í tilefni af því að öld er liðin frá fæðingu Heinesens og kemur hún út samtímis í Færeyjum, Danmörku og á Íslandi.

Þetta er ein af hinum kunnustu smásögum skáldsins sem á seinni árum skoðaði heiminn gjarnan með augum barnsins sem verður sjálft að sigrast á hinu óþekkta. Hér segir frá Antoníu og Litla-bróður sem eru á heimleið frá ströndinni þegar myrkrið skellur á og ímyndunaraflið tekur völdin. Börnin hafa líka heyrt um ýmsar dularvættir; huldufólk, dverga og álfkonur, sem fara á kreik þegar dimma tekur, verur sem bæði ógna þeim og vekja kitlandi spennu.

Sagan er í þýðingu Hannesar Sigfússonar og birtist fyrst í smásagnasafninu Í töfrabirtu.

Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 40 bls. Útgáfuár 2000

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga