Greinasafni: Orka
Fyrirtækið og fólkið
Landsvirkjun vinnur markvisst að því að rekstur og framkvæmdir fyrirtækisins falli sem best að samfélaginu og skapi traust tengsl við einstaklinga og aðra starfsemi til langframa. Litið er til þess að Landsvirkjun hefur þá sérstöðu meðal stærstu fyrirtækja landsins að þungamiðja starfseminnar er í hinum dreifðu byggðum. Reynt er að hafa næmi og skilning á hagsmunum annarra að leiðarljósi og áhersla lögð á að laga starfsemi Landsvirkjunar að margbreytilegum hagsmunum í umhverfinu. Þannig telur fyrirtækið að það geti best stuðlað að vexti og viðgangi þeirra samfélaga sem það starfar í.

Margar hendur vinna létt verk og sumarvinnuflokkar Landsvirkjunar hafa víða stutt við bakið á heimamönnum.

Fræðsla og menntun
Það er mjög mikilvægt að kenna ungu fólki hvernig rafmagn á Íslandi er framleitt með endurnýjanlegum og mengunarlausum hætti. Ár hvert hafa margir skólar nýtt sér það að koma með nemendur í heimsókn í stöðvar Landsvirkjunar og fá þar fræðslu um orkumál. Einnig hefur Landsvirkjun komið að uppbyggingu Orkuvefsins þar sem kennarar geta nálgast upplýsingar og efni til nota í kennslu sinni um orkumál.
Veturinn 2005-2006 fór fram samkeppni í grunnskólum landsins á vegum Landsvirkjunar þar sem nemendur unnu verkefni tengd orkumálum. Vinningshafar af öllum skólastigum lögðu, ásamt forseta Íslands, hornstein að Fljótsdalsstöð síðasta vor.
Landsvirkjun veitir veglega styrki til meistara- og doktorsnema ár hvert. Þau verkefni sem studd hafa verið á undanförnum árum eru á sviði byggingaverkfræði, eðlisefnafræði, flugvélaverkfræði, iðnaðarverkfræði, jarðefnafræði, jarðeðlisfræði, jarðfræði, jarðvarmaverkfræði, jarðvegslíffræði, jarðvísinda, landfræði, lögfræði, plöntuvistfræði, sagnfræði, rafmagnsverkfræði, veðurfræði, vélaverkfræði og vistfræði.
Landsvirkjun leggur lið samfélgasmálefnum sem efla hag þeirra svæða þar sem fyrirtækið starfar. Í því skyni vill fyrirtækið eiga samstarf um verkefni þar sem hagsmunir samstarfsaðilanna og Landsvirkjunar fara saman og báðir leggja sitt af mörkum. Landsvirkjun leggur áherslu á að bæta innviði ferðamennsku og útivistar á virkjunarsvæðum og vill efla ferðaþjónustu þar með samstarfi á sviði mennigarmála, m.a. með því að halda sýningar og aðra viðburði í starfsstöðvum fyrirtækisins.
Síðastliðin ár hefur Landsvirkjun auglýst eftir samstarfsaðilum undir nafninu „Margar hendur vinna létt verk“ og býður þar fram vinnu sumarvinnuflokka sinna við uppbyggingu á sviði ferðamála og umhverfismála. Fjölmargar umsóknir hafa borist frá sveitarfélögum, félagasamtökum og aðilum í ferðaþjónustu um land allt. Tekist hefur að sinna þeim flestum og koma þannig á samstarfi við ótal aðila sem byggja má á í framtíðinni.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga