Greinasafni: Orka
Fróðleikur um rafmagn
    Fróðleikur
Á Íslandi er verð á rafmagni til
almennings með því lægsta sem gerist
á Vesturlöndum. Í Svíþjóð og Noregi er
rafmagnsverð til heimilisnotkunar
lægra en þar er notkunin mun meiri en
á Íslandi vegna þess að hús eru þar
kynt með rafmagni. Í Danmörku og
Þýskalandi er verðið mun hærra en hér
á landi.

Landsvirkjun hefur þróað forrit sem
fengið hefur nafnið Grænt bókhald.
Forritið er ætlað öllum fyrirtækjum
sem hafa áhuga á að fylgjast með
tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif
af starfsemi sinni. Hægt er að
nálgast forritið á heimasíðu Landsvirkjunar
og nýta það án endurgjalds.

Landsvirkjun starfrækir sjóð til styrktar
nemendum á framhaldsstigi háskólanáms
(meistara- og doktorsnám) sem
eru að vinna að lokaverkefnum sínum
og eru styrkir veittir úr sjóðnum árlega.
Þegar rafmagnsverð til álvera í heiminum
er skoðað kemur í ljós að orkuverð
til stóriðju á Íslandi er í meðallagi.

Verðið er lægst í fyrrum Sovétríkjunum
og Kanada en hæst í Austur-Evrópu og
Kína.
Alls voru ráðin 181 ungmenni til
Landsvirkjunar sumarið 2006, þar af
148 í hefðbundin sumarvinnustörf og
33 háskólanemar í ýmis störf.

Landsvirkjun er eitt þriggja islenskra
orkufyrirtækja sem hyggja á djúpborunarrannsóknir.
Til mikils er að vinna
ef vel tekst til en ljóst að rannsóknirnar
verða bæði tímafrekar og kostnaðarsamar.
Niðurstöðu er því ekki að
vænta í bráð.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga