Greinasafni: Orka
Fróðleikur um rafmagn
    Fróðleikur

Á vegum Landsvirkjunar eru stundaðar
margháttaðar rannsóknir á lífríki
landsins, veðurfari, vatnafari, jöklum,
jarðfræði og fjölmörgu öðru.

Landsvirkjun hefur verið í fararbroddi
fyrirtækja sem styðja Landsbókasafnið
í því að opna landsaðgang að
alþjóðlegum gagnagrunnum.

Landsvirkjun er stöðugt með í skoðun
ný viðskiptatækifæri. Má þar sem
dæmi nefna orkusölu til framleiðslu á
hráefni í sólarrafala en mikill vöxtur er
fyrirsjáanlegur í þeim iðnaði á næstu
árum og áratugum.

Landsvirkjun og Háskólinn á Akureyri
undirrituðu í febrúar síðastliðnum
samstarfssamning en samningurinn er
framlenging á fyrri samningi sem
gerður var í apríl 2001. Markmið
samningsins er að efla grunnrannsóknir
á þeim fagsviðum er tengjast
rannsóknum og nýtingu á orkulindum
landsins og áhrifum hennar á samfélag
og umhverfi.

Landsvirkjun hefur í gegnum tíðina
stutt dyggilega við bakið á menningu
og listum í landinu.

Á árinu 2006 var hagnaður af rekstri
samstæðu Landsvirkjunar alls 3.503
milljónir króna. Í árslok námu heildareignir
fyrirtækisins 243,2 milljörðum
króna og var eiginfjárhlutfall 25,1%.
Handbært fé frá rekstri til fjárfestinga
eða niðurgreiðslu á skuldum nam
9.643 milljónum króna.

Almennt séð er stofnkostnaður jarðhitavirkjana
lægri en vatnsaflsvirkjana
en rekstrarkostnaður hærri. Þróunin á
Íslandi hefur á síðustu árum verið í þá
átt að jarðhitavirkjanir hafa orðið samkeppnisfærari
við vatnsaflsvirkjanir
hvað varðar kostnað.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga