Greinasafni: Orka
Orkuöflun og umhverfisvernd- Tvær hliðar á sama pening
Gróðursetning við Búrfell.

Umhverfisvitund almennings og fyrirtækja fer stöðugt vaxandi og flestir eru nú meðvitaðir um mikilvægi þess að umgangast landið með nærgætni og virðingu. Undanfarin áratug hefur Landsvirkjun unnið samkvæmt markvissri umhverfisstefnu sem sífellt er í stöðugri endurskoðun með tilliti til nýrra upplýsinga og tækniframfara. Umhverfisstefna Landsvirkjunar:

Landsvirkjun er í fararbroddi á sviði umhverfismála og stuðlar að sjálfbærri þróun í samfélaginu.

Landsvirkjun leggur áherslu á að þekkja umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitast við að lágmarka þau áhrif. Til þess að ná stöðugt betri árangri á þessu sviði eru þýðingarmiklir umhverfisþættir vaktaðir og markvisst unnið að umbótum.

Landsvirkjun tryggir að öllum lagalegum kröfum á sviði umhverfismála sé fullnægt og setur sér strangari kröfur eftir því sem við á.

Landsvirkjun leggur áherslu á að starfsfólk sem og aðrir sem vinna fyrir fyrirtækið hafi yfir að ráða hæfni og þekkingu til að framfylgja þessari stefnu fyrirtækisins.

Landsvirkjun kynnir stefnu sína í umhverfismálum opinberlega og gerir grein fyrir árangri fyrirtækisins í umhverfismálum og stuðlar þannig að opinni og málefnalegri umræðu.

Yfirmarkmið Landsvirkjunar í umhverfismálum:

1. Umgengni í sátt við lífríki og náttúru

2. Betri nýting auðlinda

3. Umhverfisslysalaus starfsemi

4. Minni losun gróðurhúsalofttegunda

5. Minni úrgangur


Landsvirkjun og liðlega 80 önnur leiðandi fyrirtæki og samtök, vítt og breitt um heim,hafa skuldbundið sig til að takast á við þann vanda sem fylgir hlýnun jarðar og auknu útstreymi gróðurhúsalofttegunda.

Loftslagsbreytingar
Í júní 2006 var Landsvirkjun boðið að taka þátt í alheimshringborði um loftslagsbreytingar, „Global Roundtable on Climate Change“ (GROCC). Tilgangur GROCC er að skapa alþjóðlega samstöðu um hvernig bregðast skuli við aukningu gróðurhúsalofts og hlýnandi loftslagi í heiminum, bæði á sviði vísindarannsókna, efnahagsaðgerða og menningar almennt. Starfshópur Landsvirkjunar tók þátt í að semja sameiginlega yfirlýsingu GROCC. Auk Landsvirkjunar hafa rúmlega 80 fyrirtæki og samtök í heiminum nú skrifað undir þessa samþykkt og skuldbundið sig til að vinna eftir henni. Fjölmargir leiðtogar á ýmsum sviðum skrifa einnig undir persónulegan stuðning sinn við verkefnið. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, er einn þeirra. Þá hefur forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tekið virkan þátt í störfum hringborðsins frá upphafi.

Umhverfisvottun
Orkusvið Landsvirkjunar, sem sér um raforkuframleiðslu fyrirtækisins og annast rekstur og viðhald allra virkjana Landsvirkjunar, hlaut í upphafi árs umhverfisvottunina ÍST EN ISO 14001. Orkusvið Landsvirkjunar var áttundi íslenski aðilinn sem hlaut umhverfisvottun samkvæmt ISO 14001 staðlinum. Fyrirtæki með ISO 14001 vottun hefur farið í gegnum ferli sem felur í sér stefnumótun á sviði umhverfismála og ítarlega skoðun á hvaða umhverfisáhrif starfsemi fyrirtækisins hefur. Fyrirtækið setur sér markmið um hvernig megi draga úr mikilvægum umhverfisáhrifum starfseminnar. Í ISO 14001 staðlinum eru kröfur um að markmiðum sé náð og að sífelldar úrbætur eigi sér stað. Fyrirtækið gerir enn fremur framkvæmdaáætlun til þess að stýra og draga úr umhverfisáhrifum. Það þarf að þekkja vel hvaða lög og reglugerðir á sviði umhverfismála gilda um starfsemi þess. Við undirbúning vottunarinnar voru meðal annars skilgreindir þýðingarmiklir umhverfisþættir og umhverfisstefna fyrirtækisins endurskoðuð. Jafnframt var farið ítarlega yfir þau vinnuferli sem tengjast notkun spilliefna í raforkuframleiðslunni. Komið hefur verið á vinnulagi til þess að skrá frávik og athugasemdir auk þess sem unnið er að stöðugum úrbótum á meðferð spilliefna. Starfsmenn halda utan um upplýsingar um allan úrgang sem frá starfseminni fer og hafa sett sér markmið um að draga úr magni úrgangs sem fer til urðunar.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga