Greinasafni: Orka
Hitaveita Suðurnesja hf.
Auðlindagarðar, Sjálfbær þróun.Megin inntak sjálfbærrar þróunar er að uppfylla þarfir nútímans án þess að rýra möguleika komandi kynslóða til að uppfylla þarfir sinna tíma. Sjálfbær þróun setur þrjú atriði í öndvegi: a) aukna hagsæld, b) jákvæða og einbeitta samfélagsþróun, c) varfærni í umgengni við móður jörð. Með það að markmiði að vinna gegn örum loftslagsbreytingum er sett fram á 192.-196. síðu í skýrslunni Our Common Future, sem kennd er við Bruntland, eindregin ósk til allra ríkja heims að nýta endurnýjanlega orku og á það að vera forgangsverkefni í orkumálum 21. aldar. Þar sem vatnsafl og jarðvarmaafl háhitasvæðanna á Íslandi endurnýjast í sífellu má leiða gild rök að því, að orkuvinnsla á Íslandi sé sjálfbær og við því hvött til þess að nýta þessar orkulindir á skynsaman hátt.

Auðlindagarðurinn í Svartsengi: 1) „vatnsveita“, 2) hitaveita, 3) rafveita, 4) Eldborg/Eldborgargjáin: a) fræðsluferðamennska, b) „skólafræðsla“, c) ráðstefnuhald, 5) Bláalónið: a) baðstaður, um og yfir 380 000 gestir árlega, b) „sjúkrahús“ húðsjúkra, c) líftækniiðnaður (þörungarækt/bakteríurækt), og vinnsla steinefna úr jarðhitavökvanum d) „sjúkrahótel“, e) matsölustaðir o.fl.
Nábýli margs konar eðlisólíkrar atvinnustarfsemi auðlindagarðsins skapar frjóar og frumlegar hugmyndir - nýsköpun.Auðlindagarðar Hitaveitu Suðurnesja hf, sem flétta saman eðlisólíkar, hlutbundnar og óhlutbundnar auðlindir er leið fyrirtækisins til að feta slóð sjálfbærrar þróunar.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga