Greinasafni: Orka
Verkfræðistofan Hnit- Horfum sífellt hærra
Verkfræðistofan Hnit á að baki um 40 ára sögu en fyrirtækið hefur frá upphafi boðið upp á alla almenna verkfræðiráðgjöf. Hnit hefur átt velgengni að fagna á þessum 40 árum og er í örum vexti. Þessi velgengni byggir á góðum mannauði og faglegum vinnubrögðum. 


Samanburður filmumyndar (efri mynd) og stafrænnar(neðri mynd). Efri myndin er tekin í um 1.500 m hæð yfir sjávarmáli en sú neðri í 2.300 m hæð yfir sjávarmáli.
Þrátt fyrir að sýnishornin séu lítil er auðvelt að greina mikinn mun á skerpu í myndunum.

Starfsemi Hnits er skipt upp í eftirfarandi svið: 
Hönnun og áætlanagerð. 
Burðarþolshönnun. 
Veg- og gatnahönnun. 
Umhverfismál. 
Framkvæmdaráðgjöf. 
Mælingar. Kortagerð og gagnavinnsla. 

Ráðgjafarstarfsemi Hnits er gæðavottuð skv. ISO-9001-2000 staðli. 

Samanburður á hefbundinni stafrænni oftmynd og innrauðri loftmynd. Samanburðurinn leiðir í ljós gróður á
svæðum sem við skoðun hefðbundinnar myndar kunna að virðast gróðurvana.
 

Fjölbreytt verkefni 
Verkefni Hnits eru af ýmsum toga, enda starfssviðið fjölbreytt. Meðal annars má nefna hönnun Reykjanesbrautar, forhönnun Urriðafossvirkjunar í Þjórsá ásamt mati á umhverfisáhrifum og hönnun níu hæða skrifstofuhúsnæðis við Urðarhvarf. Hnit er einnig í samstarfi við fleiri fyrirtæki um eftirlit með stíflu- og gangnagerð í Kárahnjúkum. Þá er mælingadeild Hnits ein sú öflugasta á landinu. 
Hnit hefur unnið allmörg verkefni erlendis og sem dæmi má nefna að fyrirtækið hefur komið að nýtingu jarðhita á Kamtchatka og hönnun hitaveitna þar fyrir laxeldisstöðvar, sundlaugar, íbúðarhúsnæði og önnur mannvirki. 
Hnit á nokkur dótturfyrirtæki, ýmist eitt sér eða með öðrum. Þau eru bæði hér á landi og erlendis. Flest starfa þau á sviði hugbúnaðargerðar og landupplýsingakerfa en einnig arkítekta- og verkfræðiráðgjafar. 

Stafrænar loftmyndir 
Loftmyndir eru grundvöllur skipulags og stærri mannvirkja og eru jafnframt afar gagnlegar við mat á umhverfisáhrifum, ekki síst við kortlagningu náttúrufars. Þar geta innrauðar myndir einnig verið lykilþáttur en þær eru teknar um leið og hefðbundnar loftmyndir þegar myndatakan er stafræn. 
Hnit hf. er eitt fremsta fyrirtæki landsins á sviði loftmynda og leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á bestu fáanleg gæði hverju sinni. 
Nú eru í safni Hnits loftmyndir af öllum þéttbýlisstöðum landsins og fyrirtækið hefur einnig tekið loftmyndir af stórum svæðum víðsvegar um landið. 
Frá og með árinu 2005 hafa allar loftmyndir á vegum Hnits verið teknar á stafrænar myndavélar og svo mun verða áfram. 

Hnit hf tók loftmyndir af öllu lónsstæði Hálslóns s.l. sumar þegar framkvæmdir voru á lokastigi. Myndirnar voru teknar um mánuði áður en byrjað var að fylla lónið. Með þeim má fylgjast nákvæmlega með lónhæð og reikna þannig
vatnsbúskap lónsins, kortleggja sveiflur á lónhæð o.fl., auk þess að vera ómetanleg heimild um svæðið áður en það hvarf undir vatn. Loftmyndir geta því verið mikilvægt stjórntæki við rekstur virkjunarinnar.
 

Kostir stafrænna loftmynda 
Skerpa og gæði stafrænna mynda eru sífellt að aukast. Helstu kostir stafrænnar myndatöku eru: 
Myndirnar eru tilbúnar strax, án nokkurrar vinnslu á filmum. 
Mikil skerpa og gæði. 
Mikil litanákvæmni. 
Gögn sem byggja á slíkum myndum verða nákvæmari. 
Umhverfisvæn tækni. 

Lágflugsmynd af Austurvelli sumarið 2006. 

Innrauðar myndir 
Við stafræna myndatöku verða til tvenns konar gögn, auk hefðbundinna litmynda, þ.e. innrauð mynd og svarthvít. 
Þessar myndir verða til á nákvæmlega sama andartaki og litmyndin. Það leiðir til þess að samanburður á milli myndanna er mun raunhæfari en áður þar sem myndirnar eru teknar við sömu skilyrði og frá sama sjónarhorni. 

Dótturfyrirtæki Hnits
Íslensk dótturfyrirtæki 
Samsýn ehf - Hugbúnaðarþróun og landupplýsingakerfi. 
AVA, Arkítekta- og verkfræðiþjónusta Austurlands 
VIJV - Samstarf Hnits og fleiri fyrirtækja um framkvæmdaeftirlit með stíflum og aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Erlend dótturfyrirtæki 
ARSO - Arkítekta- og verkfræðistofa í Litháen í eigu Hnits og fleiri aðila 
Envirotech - Hugbúnaðarþróun og landupplýsingakerfi 
Hnit-Baltic - Hugbúnaðarþróun og landupplýsingakerfi 
AlphaGis - Hugbúnaðarþróun og landupplýsingakerfi

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga