Bætt einangrun

Með því að draga úr hitatapi húsa má oft minnka kostnaði við kyndingu. 

Einangrun húsa er mismunandi og varmatap í eldri húsum er oft á tíðum mikið, enda voru lágmarkskröfur til einangrunargilda byggingarhluta mun minni á árum áður. Endurglerjun og ný klæðning geta dregið verulega úr orkutapi húsa en orkusparnaðurinn einn og sér dugir þó sjaldnast til að borga upp endurbæturnar. Viðhald er þó alltaf nauðsynlegt og húseigendur eru ekki alltaf meðvitaðir um þann orkusparnað sem slíkum aðgerðum fylgir. 
Upplýsingar um orkuhagkvæmni einangrandi aðgerða ættu að vera hvetjandi og flýta fyrir því að húseigendur fari í endurbætur á eldra húsnæði. Orkusetur hefur sett upp tvær gagnvirkar reiknvélar sem aðstoða húseigendur við að átta sig á þeim orkusparnaði sem fylgir slíkum framkvæmdum. 
Önnur reiknivélin reiknar út orkusparnað og kostnað við endurglerjun. Notendur velja fyrst veðurstöð næst þeim og síðan stærð gluggaflatar, ákjósanlegan innihita og glergerð fyrir og eftir breytingar. Reiknivélin gefur upp orkusparnað, efniskostnað og endurgreiðslutíma. 
Efniskostnaður felur í sér gler og ísetningarefni en mjög auðvelt er að bæta við vinnukostnaði með því að hækka handvirkt kostnað í reiknivélinni. Reiknivélinni er einkum beint til notenda með rafhitun enda hitunarkostnaður þeirra meiri. 
Fólk með hitaveitur getur þó reiknað út sparnaðinn með því að stilla orkuverðið í vélinni á um 2 kr/kWh Til fróðleiks Bætt einangrun Reiknivél á orkusetur.is Niðurgreiðslur og styrkir til orkurannsókna


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga