Greinasafni: Orka
Áhrif loftslagsbreytinga á endurnýjanlega orkugjafa.

Verkefnið er undir verkefnisstjórn Vatnamælinga Orkustofnunar. Í CES verkefninu er lögð áhersla á áhrif veðurfarssveiflna og breytinga á norræna orkukerfið næstu áratugina og hvernig bæta megi ákvarðanir í ljósi þeirrar áhættu og ávinnings sem fylgt gætu þessum breytingum. 

Fimm vinnuhópar hafa verið stofnaðir innan verkefnisins, þ.e. um loftslag, endurnýjanlega orkugjafa, tölfræði, kerfisgreiningu og áhættugreiningu og munu þessir vinnuhópar vinna markvisst saman að því að:
Leggja mat á náttúrlegan breytileika í framleiðslugetu endurnýjanlegra orkugjafa og áhrif loftslagsbreytinga á hana, bæði í tíma og eftir svæðum.
Auka skilning á forspármöguleikum og samspili veðurfars og endurnýjanlegra orkugjafa.
Leggja mat á líklegustu þróun raforkukerfa Norðurlanda næstu 20-30 árin í ljósi nýjustu upplýsinga um þróun veðurfars.
Stuðla að breyttum aðferðum við ákvarðanir sem varða rekstur, fjárfestingu og áhættu í náinni samvinnu við orkugeirann.

Með þessi markmið að leiðarljósi verða jöklar á Grænlandi, Íslandi, Noregi og í Svíþjóð teknir fyrir og viðbrögð þeirra við allmörgum sviðsmyndum reiknuð til þess að spanna svið þeirra breytinga sem hugsanlegar eru. Einnig verða greindar frekar breytingar í dægur- og árstíðasveiflu jökulafrennslis en fyrra CE verkefnið sýndi að veðurfarsbreytingar munu hafa mikil áhrif á vatnafar, ekki síst vegna breytinga á jöklum, snjóalögum og þess vegna árstíðasveiflu afrennslis. Í CES verkefninu verður lögð áhersla á mat á óvissu í sviðsmyndum vatnafars, og því verða reiknaðar margar mögulegar sviðsmyndir vatnafarsbreytinga. Auk þess verða fleiri aðferðir notaðar til að færa upplýsingar um veðurfarsbreytingar inn í vatnafarslíkönin, svo að betur megi áætla hvernig flóð og þurrðir kunna að breytast, bæði tíðni þeirra og umfang. 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga