Greinasafni: Orka
Vindmillur
Vindmyllur eru víða um heim notaðar til raforkuframleiðslu en gallinn er að gusturinn er óstöðugur orkugjafi. Því eru vindmyllur ekki notaðar á Íslandi í stórum stíl enda aðrar endurnýjanlegar orkuauðlindir Íslands bæði stöðugri og ódýrari til raforkuvinnslu.
Mörg Evrópulönd nota lághita til upphitunar. Til dæmis Litháen, Pólland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Slóvakía, Slóvenía, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, Makedónía, Serbía, Króatía, Grikkland, Ítalía og Frakkland. Kínverjar og Japanir nota einnig lághita í verulegum mæli til upphitunar og til baða. 

Á háhitasvæðum heims eru jarðgufustöðvar sem framleiða um 8.000 MW af rafafli. Mesta raforkuframleiðslan er í Bandaríkjunum og Filippseyjum, um 2.000 MW í hvoru landi. Veruleg raforkuvinnsla er einnig á Ítalíu, Mexíkó, Indónesíu, Japan og Nýja-Sjálandi. 

Náttúruperlum eins og Þjórsárverum stendur ógn af hlýnun jarðar vegna hugsanlegrar þiðnunar sífrera sem þar er. Minni útblástur gróðurhúsalofttegunda stuðlar því að verndun Þjórsárvera. 

Kynding með jarðhita hefur frá því um 1980 sparað Íslendingum 10 til 20 milljarða króna á ári sem ella færu í innflutning á olíu til brennslu - með tilheyrandi mengun .

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga