Greinasafni: Orka
Fjarhitun - Alhliða jarðhitanýting.

Dælustöðin í Grafarholti er hluti af stærstu jarðhitaveitu í heimi. 

Verkfræðistofan Fjarhitun hf var stofnuð árið 1962 af fjórum byggingar- og vélaverkfræðingum.

Fyrirtækið var upphaflega stofnað til að annast hönnun og framkvæmdaeftirlit fyrir stækkun Hitaveitu Reykjavíkur. Þá náði hitaveitan aðeins inn að Snorrabraut en hús þar fyrir austan voru að mestu olíukynnt. 
Til verkefnisins hafði fengist lán frá Alþjóðabankanum og var staðið að hönnun, útboðum og verkframkvæmdum í samræmi við reglur bankans. Með tímanum þróaðist fyrirtækið í að verða alhliða ráðgjafafyrirtæki á sviði bygginga- og vélaverkfræði. 
Starfsmenn fyrirtækisins eru nú um 60 og eru um 70% þeirra verk- og tæknifræðingar. Í ráðgjafafyrirtæki eins og Fjarhitun eru aðalverðmætin, bæði fyrir fyrirtækið og viðskiptavini þess, fólgin í reynslu og hæfni starfsfólksins. 
Fyrirtækið leggur sig því fram um að búa vel að góðu starfsfólki og eru stjórnendur þess stoltir af að Fjarhitun varð í 2. sæti í flokki stærri fyrirtækja í nýlegri könnun VR þar sem leitað var að „Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2007“ í hópi á annað hundrað fyrirtækja. 
Þó Fjarhitun veiti alhliða ráðgjöf í bygginga- og vélaverkfræði hefur ráðgjöf um nýtingu jarðhita allt frá upphafi verið meginstoð fyrirtækisins.

 Hitaveitur 
Fjarhitun hefur hannað meginhluta hitaveitukerfisins á höfuðborgarsvæðinu svo sem borholur, stofnæðar, geyma, dælustöðvar og dreifikerfi. Einnig
hannaði Fjarhitun allt hitaveitukerfið á Suðurnesjum sem og flest önnur kerfi fyrir stærri hitaveitur landsins. Þá hefur Fjarhitun komið að hönnun hitaveitna í Kína, Slóvakíu, Ungverjalandi, Póllandi og Tyrklandi.

Háhýsi í Peking í Kína hituð með jarðvarma. 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga