Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir ræðir um djúpboranir
Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, Fyrirlestramaraþon HR 2012

Fyrirlestramaraþon HR 2012. Fyrirlesari: Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, doktor í efnisverkfræði og deildarforseti tækni- og verkfræðideildar HR. Fyrirlestur: Nýting jarðgufu frá djúpborunarholu.

Sjá myndband hér

Birt 12.04.2012
Háskólinn í Reykjavík

Guðrún, sem er dósent við HR og sviðsstjóri véla- og rafmagnssviðs, hafi starfað við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2008. Á árunum 2006 til 2008 var Guðrún dósent í varma og straumfræði við véla- og iðnaðarverkfræðiskor HÍ.

Sérsvið Guðrúnar er á sviði orkufrekra framleiðsluferla, varmafræði, varmaflutnings og streymis í orkuferlum, termískts rafgass og ljósboga.

Að lokinni BSc og MSc gráðum frá HÍ hélt Guðrún til Þrándheims í Noregi þaðan sem hún lauk doktorsgráðu í efnisverkfræði frá NTNU.

Guðrún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og styrkja á sínu sviði undanfarin tuttugu ár. Jafnframt fræðimennsku og kennslu hefur Guðrún byggt upp öflug tengsl við atvinnulífið í rannsóknum og kennslu og situr meðal annars í stjórnum Verkfræðingafélags Íslands og Eðlisfræðifélags Íslands.

Hverskonar Kísiliðnaður getur byggst upp á Íslandi ?
Sjá meira hér

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga