Græna línan hjá Línuhönnun

Umhverfið er okkar mál

Umhverfismál eru að verða forgangsverkefni jafnt meðal almennings sem stjórnvalda og fyrirtækja. Línuhönnun tekur umhverfismál alvarlega og starfar skv. vottuðu gæðastjórnunarkerfi (ISO 9001 ) og umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001).
 

Þeir starfshættir fela í sér að tekið er mið af umhverfismálum við hönnun og ráðgjafavinnu fyrirtækisins. Um leið er neikvæðum umhverfisáhrifum af rekstri þess haldið í lágmarki. Línuhönnun rekur rannsóknar- og vöktunarþjónustu sem varðar vatn, frárennsli, loft og jarðveg. 
Við getum þar með veitt viðskiptavinum öfluga ráðgjöf á sviði umhverfismála því stjórnunarkerfin, og rannsóknir samhliða ráðgjöf, stuðla að faglegum vinnubrögðum og góðum lausnum. Að gæta að umhverfinu Sérfræðingar Línuhönnunar hafa eftirlit með framkvæmdum víða, m.a. með byggingu virkjana á Austurlandi, og þeir sinna mati á umhverfísáhrifum framkvæmda og skipulagsáætlana.Með því er stuðlað að minna álagi en ella á umhverfi okkar og að meiri lífsgæðum. Við höfum m.a. leiðbeint Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavík við öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisstjórnun, t.d. fyrir skömmu þegar Landsvirkjun fékk umhverfisstjórnun aflstöðva vottaða skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðli. Viðurkennd ráðgjöf Umhverfisþjónusta Línuhönnunar er margvísleg, t.d. ráðgjöf um vistvænt skipulag, um samþættingu gæða-, umhverfis-, heilbrigðis- og öryggismála við rekstur fyrirtækja og um eftirlit með framkvæmdum. 
Sérfræðingar Línuhönnunar skilgreina vistvænar lausnir við framkvæmdir og við innkaup og hönnun. Minni sóun stuðlar að heilnæmu umhverfi. Aðstoð við úrlausn sorp- og fráveitu- og vatnsveitumála bætir lífsskilyrði. Línuhönnun hlaut u m h v e r f i s v i ð u r k e n n i n g u Umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn, árið 2005 og Íslensku gæðaverðlaunin 2006 og titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2007

Heilbrigði og öryggi á vinnustöðum Línuhönnun vinnur með sérfræðingum úr heilbrigðisgeiranum og öðlaðist nýlega viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins sem „þjónustuaðili er veitir heildstæða þjónustu á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum“. 
Þjónustan felur í sér skipulagningu vinnuverndar, mat á áhættu starfa og tillögur um öryggis- og heilbrigðisáætlun á vinnustað. Einnig eru haldin námskeið og unnt er að sérsníða fræðslu að þörfum viðskiptavina.

Alhliða ráðgjöf 
Hjá Línuhönnun vinna nú um 140 starfsmenn, þeirra á meðal sérfræðingar á sviði verkfræði, tæknifræði, húsasamíði, jarðfræði, líffræði, efnafræði, hagfræði, umhverfisfræði, verkefnisstjórnunar og heilbrigðisþjónustu auk teiknara og skrifstofufólks. 

Línuhönnun hf. | Suðurlandsbraut 4A | 108 Reykjavík | sími: 585 1500 | fax: 585 1501 | lh@lh.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga