Greinasafni: Orka
Áhersla á nýjar nálganir
Rannsóknir Áhersla á nýjar nálganir Nú á tímum aukinnar umhverfisvitundar er brýnt að leggja fram hugmyndir að nýjum lausnum þegar bæta á umhverfi og minnka mengun. Umhverfis- og öryggissvið Línuhönnunar leggur sitt af mörkum. Til dæmis vinnum við að rannsóknarverkefni sem miðar að því að skilgreina heppilega aðferðarfræði til að meta sjónræn áhrif framkvæmda. Sérfræðingar okkar hafa verið í fararbroddi við að beita vistferilsgreiningu en það er aðferð til að meta heildarumhverfisáhrif framleiðsluaðferða, þjónustu eða framkvæmda frá upphafi til enda. Með henni er hægt að bera saman heildarumhverfisáhrif, bæði hnattræn og staðbundin, og nota niðurstöðurnar við ákvörðun um aðferðir og vinnuferli, t.d. við vegalagningu, flugvallargerð, virkjanaframkvæmdir eða framleiðslu matar. Línuhönnun hefur beitt aðferðinni til að meta leiðir við endurvinnslu úrgangs og við mat á hve umhverfisvæn ólík byggingarefni geta verið. Línuhönnun hefur kannað aðferðir til að vinna orku úr lífrænum úrgangi með því að melta hann og nýta metangas sem eldsneyti. Orkusvið Línuhönnunar hefur búið til forrit til að auðvelda ákvarðanir um bestu legu háspennulína í landlagi og hannað möstur sem dyljast betur í landslaginu en eldri gerðir. Sérfræðingar sviðsins rannsaka vindálag og söfnun ísingar á línur til þess að auka öryggi orkuflutningskerfisins. 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga