Greinasafni: Orka
Kárahnjúkavirkjun

Markmið um nýja útflutningsgrein
Pólitísk umræða snýst um málefni líðandi stundar og í henni vilja langtímamarkmið stundum gleymast. Þetta hefur verið áberandi í umræðu um stóriðju og virkjanamál. Fyrir um það bil hálfri öld settu menn sér það markmið að koma á fót nýjum útflutningsatvinnuvegi við hlið fiskútflutnings og renna þannig fleiri stoðum undir atvinnustarfsemi. Í þessum tilgangi var nærtækast að nýta vatns- og gufuorku til framleiðslu rafmagns fyrir stóriðju er framleiðir ál eða aðrar verðmætar afurðir. Fyrsta skrefið var álver Ísal í Straumsvík. Næstu skref voru bygging Norðuráls á Grundartanga og Fjarðaáls á Reyðarfirði. Með þessum framkvæmdum á lokastigi eru 50 ára markmið um það bil að nást. Í hugum margra er ánægja að markmiðið skuli loks nást en aðrir upplifa þetta sem slys eða áfall og vilja stöðva hugmyndir um frekari stóriðjuverkefni.
 

Hálsalón að fyllast

Verðmæt orka
 
Orka fallvatna og gufu er afar verðmæt við núverandi aðstæður í heiminum vegna þess að hún er umhverfisvæn öfugt við orku framleidda úr jarðefnaeldsneyti. Ál er léttur málmur og nýtist með hagkvæmum hætti í samgöngutækni og takmarkar kolefnislosun miðað við þyngri málma. Segja má að Íslendingar séu með þessu með afar jákvætt framlag í baráttunni gegn kolefnislosun í hnattrænu tilliti.

Viðar Ólafsson
framkvæmdastjóri Verkfræðiskrifstofu
Sigurðar Thoroddsen hf.


Þátttaka í orkumálum 
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf (VST) hefur átt stóran þátt í uppbyggingu á vatnsaflsvirkjunum á Íslandi Þannig hefur verkfræðistofan tekið þátt í hönnun flestra stórvirkjana hér á landi og veitumannvirkja sem þeim fylgja. Í nýjasta verkefninu er VST í forystu fyrir samstarfshópi VST, VGK-Hönnunar og Rafteikningar sem átti hagstæðasta boðið í hönnunarvinnu við þrjár nýjar virkjanir í Neðri Þjórsá. Innan verkfræðisamsteypunnar HRV sem er í eigu VGK-Hönnunar, Rafhönnunar og VST, hefur verkfræðistofan tekið þátt í hönnun og framkvæmd þeirra þriggja álvera sem þegar eru risin hér á landi. Norðurál er að komast í framleiðslugetu á 260.000 tonna ársframleiðslu, Fjarðaál kemst í 320.000 tonna ársframleiðslu í lok þessa árs eða byrjun næsta en í Straumsvík verður ekki af stækkun að sinni. 


Vélasalur Fljótsdalsstöðvar inni
í Valþjófsstaðafjalli


Kárahnjúkavirkjun - Risaverkefni
 
Hönnun Kárahnjúkavirkjunar er stærsta hönnunarverkefni á sviði vatnaflsvirkjana á Íslandi hingað til og ef til vill verður aldrei ráðist í stærra samfellt verkefni af þessu tagi hér á landi. Aldrei mun íslenskur aðili hafa látið hanna og byggja stærra mannvirki. Undirbúningur og hönnun hefur verið að miklu leyti á höndum Íslendinga. Verkkaupinn, Landsvirkjun, stýrir verkefninu og hefur fengið marga verktaka til starfa, þ.á.m. VST til að sjá um hönnunarþáttinn. 


Inntakaðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar er 50 m
hátt mannvirki


Langur undirbúningsferill
 
Segja má að VST hafi unnið að þróun Kárahnjúkavirkjunar í meira en 50 ár eða allt frá árinu 1954, en þá setti Sigurður Thoroddsen fram fyrstu hugmyndir um virkjunina í skýrslunni Stórvirkjanir á Íslandi sem unnin var fyrir Raforkumálastjóra. Ýmsar og mjög ólíkar hugmyndir um virkjun Jökulsánna á Austurlandi hafa verið skoðaðar í gegnum tíðina. Snemma á 10. áratugnum voru lögð drög að Fljótsdalsvirkjun þar sem nýta átti Jökulsá í Fljótsdal með stíflu á Eyjabökkum og aðrennslisgöngum til stöðvarhúss undir Teigsbjargi neðarlega í Fljótsdal. Virkjunin var hönnuð og stærstu útboð undirbúin, en síðar var hætt við framkvæmdina vegna þess að ekki varð af byggingu álvers á Keilisnesi. VST vann frumhönnun Kárahnjúkavirkjunar fyrir Landsvirkjun á árunum 1994 til 1998. Þá voru lögð drög að þeirri virkjanatilhögun í höfuðdráttum sem nú er byggt 56 VST Kárahnjúkavirkjun er á okkar ábyrgð Vélasalur Fljótsdalsstöðvar inni í Valþjófsstaðafjalli Inntak aðrennslisganga kárahnjúkavirkjunar er 50 m hátt mannvirki Höfundur Viðar Ólafsson framkvæmdastjóri Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen hf. Mynd: NordicPhotos/Pétur B. Gíslason 


Lokaúttekt eins vatnshjólanna í Kárahnjúkastíflu


Stórverkefni á heimsvísu 
Lokahönnun stórvirkjunar á borð við Kárahnjúkavirkjun er gríðarstórt verkefni sem þarfnast bæði mikilla afkasta og mikillar reynslu hönnuðar. Um er að ræða eitt af stærri hönnunarverkefnum þessa áratugar á þessu sviði á Vesturlöndum. Landsvirkjun bauð útboðs- og lokahönnun virkjunarinnar út í alþjóðlegu útboði. Í skilmálum var megináhersla lögð á þekkingu og reynslu hönnuðar ásamt tilboðsverðinu. VST leiddi hóp þriggja innlendra og tveggja erlendra verkfræðifyrirtækja sem fékk bestu einkunn þeirra sem buðu í verkefnið. Hópurinn var bæði með hæstu hæfniseinkunn og lægsta verðið og við hann var samið sumarið 2001. Síðan þá hefur verið unnið við hönnun virkjunarinnar. 


Hágöngulón, Fallegt fjallavatn


Íslandsmet 
Ýmsir þættir Kárahnjúkavirkjunar eru einstakir ekki bara hér á landi heldur einnig á heimsvísu. Kárahnjúkastífla er ein af hæstu stíflum sömu gerðar í heiminum. Fáar virkjanir hafa lengri vatnsvegi og ekki er vitað um hærri stálfóðruð þrýstigöng í heiminum. Rennsli um vatnsvegi er flókið m.a. vegna samtengingar vatnsfallanna tveggja. Virkjunin er langaflmesta virkjun á Íslandi og er eina íslenska stórvirkjunin með verulega mikla fallhæð. Mesta fallhæð Kárahnjúkavirkjunar er tæpir 600 m, en af stærri virkjunum kemst Blönduvirkjun næst með tæplega 300 m fallhæð. 


Yfirfallsrenna. Í flóðum flytur hún 1.200 m 3/á/sek


Afar krefjandi verkefni 
Hönnun vatnsaflsvirkjana er ólík hönnun ýmissa annarra gerða virkjana, s.s. kola- olíu- eða gasorkuvera, að því leyti að hver vatnsaflsvirkjun er einstök og ólík öðrum. Ástæðan er að það er verið að virkja náttúrulegar aðstæður sem eru einstakar á hverjum stað. Vatnsvirkjanahönnun er því afar krefjandi verkefni sem útheimtir mikla þekkingu og reynslu en einnig frumkvæði. Hönnun Kárahnjúkavirkjunar er sérlega krefjandi því ýmsir hlutar mannvirkisins eiga sér fáar hliðstæður. Verkkaupinn, Landsvirkjun, hefur fylgst vel með hönnunarvinnunni og m.a. ráðið nokkra af helstu sérfræðingum heims til að rýna vissa þætti. Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar, þ.á.m. líkanpróf af flóknum hlutum vatnsvega. Hönnuðirnir hafa því unnið að rannsóknum og þróun ýmissa frumlegra lausna, en ávallt undir utanaðkomandi rýni þar sem allar lausnir verða að vera þrautreyndar í verkefni af þessu tagi. Gríðarmikil reynsla hefur byggst upp í verkefninu sem mun nýtast Íslendingum í útrásarsókn á sviði orkumála. 

Yfirfall virkjunar í Qorlortorsuaq á Grænlandi 

Útflutningur þekkingar 
Um þessar mundir eru miklar vonir bundnar við útflutning þekkingar á sviði jarðvarma, vatnsaflsvirkjana og orkumála almennt. Það er afar jákvætt hvernig fyrirtæki á sviði orkumála og fjármála eru að hefja markvissa útrás á þessu sviði. Það er í raun ekki undarlegt í ljósi þess mikla hnattræna vægis sem þau mál hafa nú vegna aukinnar þarfar fyrir vistvæna orku. Það er líklegt að Íslendingar geti lagt mikið af mörkum á þessu sviði, einkum vegna áratuga reynslu af því að nýta jarðvarma og vatnsafl. VST tekur þátt í starfi verkfræðisamsteypunnar HRV sem er byrjuð að vinna að endurbyggingu álvers Kubal í Sundsvall í Svíþjóð og stefnir á fleiri verkefni í ál- og orkuiðnaði erlendis.

Sömuleiðis hefur VST unnið að hönnun virkjunar við Qorlortorsuaq á Grænlandi fyrir verktakasamsteypu Pihl & Sön, Landsvirkjunar og Yt. Sömuleiðis er að hefjast vinna við virkjun við Sisimiut á Grænlandi fyrir Pihl & Sön, Ístak og fleiri. Mikilvægt er þó að gleyma því ekki að nauðsynleg forsenda fyrir árangri í útrás er öflugur heimamarkaður. Það er því von okkar að ekki verði fallið frá uppbyggingu í orkufrekum iðnaði á Íslandi. Tækifærið er til staðar núna og það þarf að nýta það. 

VST 57 VST hefur tekið þátt í hönnun flestra stórvirkjana á Íslandi 

50 ára markmið um nýja útflutningsgrein er um það bil að nást 

Vatnsorka og jarðvarmaorka er vistvæn orka 

Stóriðja Íslendinga er jákvætt framlag til minni losunar kolefnis í heiminum 

Kárahnjúkavirkjun er stórvirkjun á heimsvísu 

Vinna við þróun Kárahnjúkavirkjunar hófst 1954 

Kárahnjúkastífla er ein af hæstu stíflum í heimi með steinsteypta þéttikápu 

Vatnsgöng Kárahnjúkavirkjunar eru alls yfir 50 km löng 

Í lok 10. áratugarins stóð aftur til að reisa Fljótsdalsvirkjun til að útvega orku fyrir álver sem Norsk Hydro hugðist byggja á Reyðarfirði. Álversverkefnið þróaðist svo þannig að orka Fljótsdalsvirkjunar dugði ekki og Landsvirkjun brást við með því að byrja undirbúning Kárahnjúkavirkjunar. Talsverðar umræður urðu um umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar og voru margir á móti því að stífla og mynda miðlunarlón á Eyjabökkum. Brugðið var á það ráð að nýta meginhluta orku Jökulsár í Fljótsdal án miðlunarlóns með því að leiða hana í göngum sem tengdust aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Þannig náðist að nýta orku beggja vatnsfallanna saman á hagkvæman hátt í einni virkjun og lágmarka áhrif á umhverfi. Miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar, Hálslón, var stækkað nokkuð þannig að það dygði sem miðlun fyrir báðar árnar saman.

 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga