Greinasafni: Orka
HRV - samstarfsverkefni þriggja verkfræðistofa
Ætlum að verða leiðandi ráðgjafafyrirtæki

Verkfræðifyrirtækið HRV er í eigu þriggja verkfræðistofa sem allar hafa mikla reynslu af álvers- og virkjanaframkvæmdum Verkfræðifyrirtækið HRV var stofnað árið 1996 sem sams t a r f s v e r k e f n i þriggja verkfræðistofa, VGK-Hönnunar, Rafhönnunar og VST, til að vinna að uppbyggingu álversins á Grundartanga.
Frá þeim tíma hefur samstarfið verið að þróast og fyrir fimm árum var því formlega breytt í sameignarfélag (sf). Enn urðu breytingar um síðustu áramót þega félagið stofnaði HRV Holding ehf., eignarhaldsfélag til að halda utan um innlendar og erlendar eignir og hlutafélagið HRV ehf. Utan rekstur félagsins. Nýráðinn forstjóri þess er Kolbeinn Björnsson sem hefur víðtæka reynslu af útrásarverkefnum, meðal annars hjá Össuri og Latabæ. Stjórnarformaður er Skapti Valsson og aðrir stjórnarmenn Viðar Ólafsson og Eyjólfur Árni Rafnsson. Samanlagður starfsmannafjöldi félaganna þriggja er um 500 manns. 

Ný tækni 
Þetta byrjaði sem verkefni en það hefur stöðugt verið að vaxa og dafna og nú höfum við stofnað félag í kringum það sem sér, annars vegar, um rekstur og, hins vegar, um útrás,“ segir Skapti. En hið nýja félag situr ekki auðum höndum, því nú þegar hefur það tekið að sér að endurnýja Kubal, sem er gamalt álver í Sundsvall í Svíþjóð. Þeir Skapti og Kolbeinn segja álverið staðsett inni í miðjum bæ og nýtir það svokallaða Söderbergtækni og aðeins eitt af mörgum sem bíða endurnýjunar. Þau byggja á tækni sem verið er að hverfa frá. „Gömlu álverin voru öðruvísi byggð upp en álver sem byggð eru í dag,“ segir Skapti. „Þau voru með minni nýtingu og voru óþrifalegri vegna þess að í þeim voru opin ker. Núna er hins vegar verið að breyta yfir í það sem menn kalla forbökuð skaut og lokuð ker. Slíkt býður upp á meiri nýtni og þar af leiðandi minni mengun. Sem fyrr segir var fyrsta samstarfsverkefni HRV undirbúningur byggingar álversins í Grundartanga. Aðeins áður höfðu félögin hvert fyrir sig komið að stækkun álvers Ísals í Straumsvík. Þá tók við undirbúningur Reyðaráls fyrir Norsk Hydro og þegar Alcoa kom inn í verkefnið árið 2002, var fyrirtækið HRV sf. stofnað. Í dag er HRV í samstarfi við Bechtel um byggingu Fjarðaráls og vinnur að undirbúningi álveranna á Húsavík og í Helguvík, auk þess að hafa unnið að undirbúningi stækkunar í Straumsvík. En þetta eru aðeins verkefnin á heimavelli. HRV ehf. stefnir að því að nýta þekkingu sína og reynslu til að einbeita sér að verkefnum erlendis og verða þar leiðandi ráðgjafafyrirtæki á sviði álvers- og virkjanaframkvæmda. 

Gagnkvæmt traust
 „Þekkingu okkar og reynslu höfum við meðal annars fengið með því að vinna með stórum erlendum fyrirtækjum sem eru leiðandi í heiminum,“ segir Skapti. „Þetta höfum við nýtt okkur í þeim verkefnum sem við höfum stýrt sjálfir. Við höfum á vissan hátt sveigt þetta inn á þær hefðir sem skapast hafa við stór verkefni á Íslandi og náð árangri sem hefur vakið athygli og spurst út til erlendra fyrirtækja. 
Árangurinn hefur meðal annars legið í innkaupum og samskiptum við erlenda birgja, sveigjanleika í hönnunar- og framkvæmdaferlum. Auðvitað er það einnig því að þakka að gagnkvæmt traust er á milli verkfræðifyrirtækja og verktaka á Íslandi sem hefur leitt til góðs árangurs í framkvæmdum. 
HRV vinnur verkin mjög árangursmiðað og því eru erlend álver að hafa samband við okkur um fleiri verkefni og þar kemur sænska fyrirtækið inn í myndina hjá okkur. Þegar þú ert kominn á þann stall að stórfyrirtæki eru farin að hafa samband, þá er það einstök staða á þessum markaði.“

Heima og heiman
 
Hlutverk HRV í endurbyggingu Kubal-álversins í Svíþjóð segir Kolbeinn vera verkefnisstjórnun, að leiða endurnýjunina, skipuleggja hönnun og verklegar framkvæmdir. „Þetta gerum við í samstarfi við þarlenda aðila, segir hann og Skapti bætir við: 
„Þegar við byrjuðum vorum við að aðstoða erlenda verkfræðistofu sem kom til Íslands en í sænska verkefninu erum við að snúa hlutverkinu við.“ Verkefnin sem HRV vinnur að hér heima eru sum hver langt komin. Unnið er að fimmta áfanga í Norðuráli og vinnan við Fjarðarál er á lokastigum, vígsluathöfn áætluð um 9. Júní næstkomandi. Hér innanlands hafa verkfræðifyrirtækin þrjú aðeins unnið að álversframkvæmdum undir merki HRV. 
„Hins vegar hefur félaginu verið mörkuð sú nýja stefna að fara í útrás á öllu því orkusviði sem lýtur að umhverfisvænum orkuvirkjunum, það er að segja, gufuafls- og vatnsaflsvirkjunum. Og það er óhætt að fullyrða að saman búa fyrirtækin þrjú sem eiga HRV yfir gríðarlegri reynslu vegan þátttöku þeirra í verkfræðiráðgjöf á Íslandi.“ 

Hörð samkeppni 
„Það sem við erum að leitast við að gera, er að samþætta útrásina,“ segja þeir Skapti og Kolbeinn. „Það er mjög erfitt fyrir eitt fyrirtæki að fara í útrás, einkum vegna þess að það er mjög dýrt. Samþjöppun af þessu tagi á eftir að eiga sér stað í auknum mæli hjá íslenskum fyrirtækjum. Við eigum eftir að sjá nánar og skemmtilegar hugmyndir þróast varðandi samþjöppun í útrás á næstu árum. Sú samkeppni sem íslenskar verkfræðistofur eru í í dag, er á alþjóðavettvangi. 
Eina leiðin til að mæta þessari samkeppni er að styrkja okkur. Það þýðir ekkert að setjast niður og gráta þegar erlend verkfræðifyrirtæki fá verkefni sem eru boðin út hér. Evrópa, já og enn stærri hluti af heiminum er orðin einn stór markaður og það þýðir ekkert annað en taka þátt í samkeppninni á þeim grundvelli. Í orku- og álbransanum eigum við bæði í samkeppni við Evrópsk og Norður-Amerísk fyritæki og teljum okkur að ýmsu leyti hafa eitthvað fram að bjóða.“ 
Staða okkar í dag er sú að við erum nýbúin að endurskipuleggja fyrirtækið og erum að hefjast handa við að byggja upp innviði þess. Verkefnin eru næg. Við erum fyrst og fremst að leita að mannafla og stefnum fremur í yfirtökur á fyrirtækjum erlendis en að við séum að leita að fleiri verkefnum. 
Okkur hefur, til dæmis, verið boðið að taka að okkur verkefni í Mið-austurlöndum og Kanada en afþökkuðum þau. Við höfum ekki mannskap eins og er til að ráðast í þau. Við hjá HRV erum með mjög ferska þekkingu hvað varðar ál, gufuafl og vatnsafl og Íslendingar eru orðnir þekktir erlendis fyrir þekkingu á þessum þremur meginstoðum svo markaðssetningin er einfaldari fyrir okkur en ella. 
Um leið býður fyrirtækið upp á alveg ný tækifæri fyrir verkfræðinga. Ísland hefur ekki flutt þessa þekkingu út hingað til. HRV er fyrst og fremst þjónustu- og ráðgjafarfyritæki, þannig að hér er komið enn eitt þekkingarfyrirtækið sem hægt er að byggja á til framtíðar. Markmiðið er að verða leiðandi á heimsvísu á sviði álframleiðslu og umhverfisvænnar orku.“ 

Uppbygging mannauðs
 „Verð á orku mun fara hækkandi og hagvöxtur eykst stöðugt í heiminum,“ segja þeir Skapti og Kolbeinn. „Þekking okkar á grænni orku á því eftir að verða gífurlega verðmæt næstu árin. Verð á áli er einnig mjög hátt og það lítur ekki út fyrir að það muni lækka á næstu árum. Við erum eitt af þeim fyrirtækjum sem geta tekið að sér þekkingarverkefni á þessum sviðum. 
„ Helsta verkefni hins nýja félags er fyrst og fremst að byggja upp innviði og stækkun á HRV. Helsta vandamál félagsins segja þeir Skapti og Kolbeinn að verði að fá fólk með nauðsynlega reynslu og þekkingu til starfa. En markmiðum okkar hyggjumst við ná með innri vexti og yfirtöku á erlendum fyrirtækjum og verkfræðistofum. Í dag starfa um hundrað og fimmtíu manns undir hatti HRV í álversiðnaði. 
Við erum þessa dagana að skoða erlend fyrirtæki með yfirtöku í huga en erum ekki að horfa á yfirtöku hér á landi. Stefnan er að eftir fimm ár verið 1800 sérfræðingar starfandi undir HRV á fimm stöðum í heiminum. Við reiknum með að stækkun fyrirtækisins verði aðallega erlendis, eða þrjú hundruð manns hér heima og fimmtán hundruð erlendis. Helsta verkefnið næstu fimm árin felast því í uppbyggingu mannauðs. 
Stór og umfangsmikil verkefni innanlands á síðustu árum hafa skapað okkur möguleika á að fara í útrás en til þess að hún sé kleif þarf heimamarkaðurinn að sjálfsögðu að vera stöðugur.“ 

Samvinna við fjárfestingarfyrirtæki 
Þeir Skapti og Kolbeinn benda einnig á að tækifæri HRV liggi ekki einungis í því að selja ráðgjöf og verkfræðiþekkingu til ál- og orkufyrirtækja, heldur einnig í beinni samvinnu HRV við fjárfestingarfyrirtæki í orku- og áliðnaði. 
„Við höfum aflað okkur gríðarlegrar þekkingar á sviði ál- og virkjanaframkvæmda sem og viðskiptasambanda sem er grunnforsenda góðs gengis í útrásinni. Með tilkomu fjárfestingarfyrirtækja í okkar iðnaði og fjárfestingarvilja bankanna er komin upp ný staða. Tækifærin liggja því í samþættingu fjármagns og sérfræðiþekkingar í bland við stórhug, áræðni og nýsköpun.“

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga