Greinasafni: Orka
Rafteikning. Lánsöm orkuþjóð í vanda
Verkfræðistofur eru þekkingarfyrirtæki og fjölmargir starfsmenn þeirra vinna hátæknistörf
Ef marka má fjölmiðlaumræðu síðustu vikna um þau störf sem skapast við nýtingu orkulinda til raforkuframleiðslu mætti ætla að margir hafi alranga mynd af þeim hátæknistörfum sem unnin eru hjá verkfræðifyrirtækjum í landinu. 
Hjá fyrirtækjunum starfar fjöldi háskólamenntaðra starfsmanna og sérþjálfaðra tæknimanna sem með vinnu sinni fyrir íslenska orkumarkaðinn hafa öðlast reynslu og þekkingu sem fyrirtækin þurfa nú að nýta sér til útrásar. 
Þá hefur umræða um mengun og neikvæða þætti umhverfismála beinst nánast eingöngu að orkuframkvæmdum en margir aðrir þættir ekki dregnir fram. Við hjá Rafteikningu hf viljum nota tækifærið og draga fram nokkur atriði sem menn ættu að velta fyrir sér. En fyrst eilítið um Rafteikningu.

Nesjavallavirkjun

Rafteikning hf
 
Rafteikning er þekkingarfyrirtæki og hefur frá stofnun árið 1965 starfað á sviði ráðgjafar og hönnunar á rafmagnssviði. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 60 manns og hefur verið jafnt fjölgandi síðustu ár, þó fjölgunin hafi verið mest á síðasta ári. 
Verkefnasvið Rafteikningar spannar allt sem lítur að rafmagni og má þar nefna lágspennu, fjarskipta- og öryggiskerfi, lýsingarhönnun, stjórnkerfi bygginga, háspennu, raforkuver og flutningskerfi, raf- og segulsvið, áhættugreiningu og öryggismál. 
Fyrirtækið hefur unnið mikið fyrir orkufyrirtæki landsins og vandfundnar eru þær virkjanir sem starfsmenn Rafteikningar hafa ekki komið að með einum eða öðrum hætti. Þar má nefna vatnsaflsvirkjanir eins og Blöndustöð, Sultartangastöð, Vatnsfellsstöð, stækkun Lagarfoss, að ónefndri Kárahnjúkavirkjun og svo jarðvarmavirkjanirnar, Kröflustöð, Nesjavelli og Hellisheiði. Sömu sögu er að segja um flest öll tengivirki sem fylgja þessum virkjunum og fleirum í flutningskerfum landsins. 
Á sviði rafmagnshönnunar bygginga og lýsingarhönnunar má nefna Perluna, Hæstarétt, Borgarleikhús, Straum fjárfestingabanka, Ingunnarskóla, Actavis, byggingar orkuvera og Bláa Lónið en fyrir lýsingarhönnun í Heilsulindinni við Bláa Lónið fékk Rafteikning Norrænu lýsingarverðlaunin 2006.

Gunnar Ingi Gunnarsson
framkvæmdastjóri


Niðurstaðan er sú að í mörg horn er að líta og allir verða að taka sig á. Hvort um er að ræða bíla, skip, ferðamenn eða álver. Öll viljum við hafa þetta og ekki ástæða til að ráðast á eitt einstakt atriði. Hitt atriðið var svo fegurð landsins og ósnortin náttúra. Þ
ar hafa menn sínar skoðanir og þar þarf að sætta sjónarmið og koma til móts við mismunandi gildi. Þetta snýst væntanlega fyrst og fremst um hálendið. Hvað skyld nú mörgum prósentum af hálendinu hafa verið „spillt” af virkjanaframkvæmdum? Innan við 5%? Sjálfsagt er að eyrnamerkja svæði sem „friðuð” og svæði sem verða notuð undir virkjanaframkvæmdir. Vatnajökulsþjóðgarðurinn er gott innlegg í þetta. 
Ætla menn að friða skagfirsku jökulárnar eða má á einhverjum tíma virkja þær? Má ekki telja að svæðið frá Kárahnjúkum og upp að jökli verða fallegra með vatninu Hálslóni, heldur en án þess, auk þess sem opnuð hefur verið greið leið fyrir fleiri til að koma inn á þetta svæði.
 Muna menn hvað ásýnd lands á Búrfellssvæðinu hefur breyst mikið til batnaðar síðan virkjanaframkvæmdir hófust þar? 


Bláa Lónið

Lánsöm þjóð í orkuhungruðum heimi
 
Við Íslendingar erum svo lánsamir að eiga nóg af lítt mengandi, endurnýjanlegum orkulindum. Við skulum nýta þetta, okkur og öðrum jarðarbúum til hagsbóta. Aðrar þjóðir eru ekki svona lánsamar. Þó mikið sé til af vatnsföllum á jörðinni þá leysa þau ekki ein og sér orkuvanda heimsins. 
Þróun kjarnorkunnar til raforkuframleiðslu og helst í formi kjarnasamruna virðist eins og er vera eina raunhæfa lausnin á orkuvanda heimsins. Hugsið ykkur það ef bara hver Kínverji færi fram á að fá eina 60 vatta peru (til viðbótar ef hann hefur aðra fyrir) þá þarf til þess um 80.000 megavött! Jafnvel þó þetta væri 18 vatta sparpera þá þarf 23.000 megavött. 
Til samanburðar má geta þess að á Íslandi erum við með uppsett afl um 1.500 megavött. Þrátt fyrir þessar ógnarlegu stærðir má engin þjóð, stór eða smá, skorast undan því að taka þátt í því að nýta þá endurnýtanlegu orkugjafa sem völ er á. Í
 spám um áhrif hlýnunar andrúmsloftsins kemur fram að gert er ráð fyrir hvað mestum breytingum á norðlægum slóðum og stendur málið okkur Íslendingum því nærri.

ramkvæmdastjóri Rafteikningar hf

Meðalhóf í orkufrekum framkvæmdum 
Á undanförnum 10-12 árum hafa verið reist mörg orkuver á Íslandi til nýtingar vatnsafls og jarðvarma. Rafteikning hefur ásamt öðrum verkfræðistofum landsins tekið þátt í þessum verkefnum og má ætla að allt að helmingur starfskrafta á flestum stofum landsins hafi verið að vinna að orkuverkefnum á síðasta ári. 
Við á stofunum flokkum okkur sem þekkingarfyrirtæki og teljum þessa vinnu að mestu vera hátækniverkefni. 
Allir sem vilja, hljóta að sjá hvað algert „stóriðjustopp“ hefði í för með sér fyrir þann fjölda sérþjálfaðs háskólamenntaðs starfsfólks sem starfar á verkfræðistofunum. Eru menn búnir að gleyma samdráttarárunum 1991- 1996 þegar töluverð fækkun var hjá verkfræðistofunum. 
Hins vegar sjá flestir að skynsamlegt er að draga eitthvað úr þeim uppbyggingarhraða sem verið hefur á verkefnum í raforkugeiranum og orkufrekum iðnaði á allra síðustu árum og gæta hófs í þessu sem öðru. 

Útflutningur verkfræðiþekkingar 
Í verkefnum í orkugeiranum á undanförnum árum hafa íslensk verkfræðifyrirtæki öðlast mikla og dýrmæta þekkingu á þessu sviði. Á það bæði við um virkjanaframkvæmdir, nýtingu jarðhita og um þekkingu á áliðnaði. Verkfræðifyrirtæki í Evrópu og reyndar víða um heim hafa ekki á síðustu áratugum haft sambærileg tækifæri í heimalöndum sínum og við höfum haft hér. 
Þessi þekking og reynsla er dýrmæt útflutningsvara fyrir stofurnar ef rétt er á haldið. Því miður þá hefur útrásinni verið frekar lítið sinnt, nema í nokkrum undantekningartilvikum og má kannski segja að of mikil vinna á heimamarkaði hafi helst valdið því.
 Stofurnar þurfa því alvarlega að líta í eigin barm og setja kraft í útrásina. Það er nóg pláss fyrir okkur öll þar, en menn verða að gera sér grein fyrir því að það getur tekið tíma að ná fótfestu og árangri erlendis. 

Álver fyrir austan og norðan 
Þeir sem þekkja til á landsbyggðinni hafa séð samdrátt og hnignun á síðustu áratugum. Hægt er að leiða líkum að því hvernig þetta hefði getað haldið áfram að þróast. Með tilkomu álvers fyrir austan verður gjörbreyting á atvinnustarfsemi og mannlífi þar og þegar búið verður að tengja byggðirnar saman með jarðgöngum ná áhrifin um allt miðausturland. 
Alls konar afleiddur iðnaður og starfsemi mun blómstra og vonandi tekst að setja á stofn iðnfyrirtæki sem tengjast úrvinnslu áls. Á sama hátt mun álver við Húsavík, með tilheyrandi virkjanaframkvæmdum og jarðgöngum undir Vaðlaheiði, treysta byggð og mannlíf á NA-landi. 


Prófanir og gangsetningar í Hellisheiðarvirkjun.

Verðum að nýta auðlindir okkar
 
Flestir Íslendingar og ekki síst svokallaðir virkjanamenn eru miklir náttúruverndarsinnar og mjög meðvitaðir um mengunarmál og önnur umhverfismál. Þess bera verkin vitni. Flestir eru sammála um að vernda beri stór svæði og til að mynda dettur engum í hug að virkja Dettifoss eða Gullfoss, eins og mönnum er stundum gert upp í Lánsöm orkuþjóð í vanda Verkfræðistofur eru þekkingarfyrirtæki og fjölmargir starfsmenn þeirra vinna hátæknistörf Höfundur Gunnar Ingi Gunnarsson framkvæmdastjóri Rafteikningar hf Nesjavallavirkjun. 
Prófanir og gangsetningar í Hellisheiðarvirkjun. RAFTEIKNING 49 upphrópunarstíl. Öllum er auðvitað ljóst að framkvæmdir valda umhverfisáhrifum, en tilgangurinn með núverandi lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda er einmitt að gera kleift að setja umhverfisáhrifin í samhengi við þann ávinning sem framkvæmdunum er ætlað að skila. 
Hins vegar er ljóst að orkan í fallvötnum og jarðhita er ein af okkar fáu auðlindum sem við verðum að bera gæfu til að nýta á skynsaman hátt. Við þurfum út af fyrir sig ekki að geyma eitthvað handa komandi kynslóðum. 
Þyrfti ekki sú kynslóð líka að halda að sér höndum vegna næstu kynslóðar og svo framvegis ? Þessar auðlindir fara ekkert, en hins vegar skapar vatn sem rennur óbeislað til sjávar engar tekjur. Við flestar virkjanaframkvæmdir hefur orkufyrirtækjunum tekist að umgangast náttúruna og landið með miklum ágætum og grætt upp mikið land og byggt góða vegi sem aftur hafa opnað áður óþekkt svæði fyrir almenning í landinu. 
Hér má nefna Búrfellssvæðið, Blöndusvæðið, Nesjavelli og Kröflusvæðið en öll þessi svæði sem og orkuverin sjálf eru vinsælir áningarstaðir ferðamanna, svo ekki sé minnst á Bláa Lónið sem er einn þekktasti ferðamannastaður á Íslandi. 


Sultartangavirkjun

Vatnsafl, jarðhiti, djúpboranir
 
Margir andstæðingar vatnsaflsvirkjana hafa lagt til að í stað þeirra verði meiri áhersla á notkun jarðhita til raforkuvinnslu. Undanfarin ár hefur nýting jarðvarma einmitt aukist verulega. En nú er svo komið að menn eru líka að leggjast gegn virkjunum á jarðhitasvæðum. Jarðhiti verður ekki virkjaður nema þar sem hann er. Oftar en ekki eru þessi svæði með fallegri svæðum á landinu. 
Hér má nefna Torfajökulssvæðið sem talið er vera með öflugri jarðhitasvæðum landsins. Þar þarf að finna lausn á nýtingu sem flestir geta sætt sig við, ekki bara af eða á. Þá eru margir sem halda því fram að djúpboranir séu lausn á öllum vanda.
 Hugmyndin um djúpboranir sem rannsóknarverkefni er góð og gild en enginn veit ennþá hvort tekst að bora niður á 4-5 km og þaðan af síður hvort hægt sé að nota það sem upp kemur. Langur tími og jafnvel áratugir gætu liðið áður en þetta kemur í ljós. 


Uppblástur á Kjalvegi.

Mengunarvaldar eru víða, fegurðin er okkar mat
 
Andstæðingar stóriðju og þar með virkjanaframkvæmda þurfa að skýra út fyrir almenningi hverju þeir eru á móti. Er það mengun frá álverinu eða eyðilegging á fegurð landsins vegna virkjanaframkvæmda? Þegar álver fær orku frá ómengandi, endurnýjanlegu orkuveri eins og hér um ræðir erum við Íslendingar að leggja fram okkar skerf til að minnka losun á gróðurhúsalofttegundum í heiminum. 
Álverið er eftir sem áður að losa sitt en miklar framfarir hafa orðið í mengunarvörnum álvera á undanförnum árum. Síðan má ekki gleyma því að álið sem slíkt stuðlar að léttari farartækjum sem þá aftur losa minna af óæskilegum efnum út í andrúmsloftið. Við þurfum líka að líta á aðra þætti varðandi mengun. Það vita allir að bílar og skipaflotinn menga í takt við það sem þessi farartæki nota af jarðefnaeldsneyti. 
Og þeir sem vilja fá ferðamenn í stað stóriðju ættu að hafa eftirfarandi í huga: Það mengar álíka mikið að flytja fimm farþega með flugvél frá Evrópu til Íslands eins og að framleiða eitt tonn af áli! Þá er eftir sú mengun sem þeir skilja eftir hér. Einnig skal bent á fróðlegt veggspjald sem hangir á gestagangi Nesjavallavirkjunar og sýnir samanburð á losun gróðurhúsalofttegunda frá ýmissi starfsemi svo og losun sem verður til vegna eldgosa. 


Norðurá með Baulu í baksýn

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga