Greinasafni: Orka
Orkuver ehf eitt öflugasta innflutningsfyrirtækið á búnaði fyrir veitustofnanir og raforkuver
Heildarlausnir fyrir virkjanir og veitustofnanir
Orkuver ehf. var stofnað í byrjun árs 2003 og hefur nú þegar skipað sér sess sem eitt öflugasta innflutningsfyrirtækið á búnaði fyrir veitustofnanir og raforkuver. Erlendir samstarfsaðilar fyrirtækisins eru með þeim betri í heiminum hvað varðar gæði, þjónustu og hagkvæmt verð og markmið Orkuvers er að fylgja því eftir með framúrskarandi þjónustu. 
Orkuver leggur mikla áherslu á að koma til móts við þarfir og óskir viðskiptavina sinna og leitast við að finna réttu lausnirnar hverju sinni. Boðið er upp á litlar vatnsaflsvirkjanir með öllum stýribúnaði fyrir sumarhúsaeigendur, bændur og aðra þá sem eiga lítil vatnsföll auk stærri búnaðar sem þarf til að reisa stór raforkuver til raforkusölu. Þegar kemur að veitulögnum er Orkuver með heildarlausnir í þeim efnum. Þar er boðið upp á flestar tegundir af rörum svo sem GRP, PEH, PE, DUCTILE og fleiri auk mikils úrvals af vatnslokum frá GUR Armatúra í Austurríki og hafa viðskiptavinir Orkuvers verið afar ánægðir með bæði gæði og verð. 
Síðan Orkuver var stofnað hefur fyrirtækið selt um 30 km af glerfiber rörum frá Flowtite. Rörin eru einstaklega hentug sem aðrennslisrör fyrir virkjanir þar sem þau þola mikinn þrýsting eða allt að 40 kg, auk þess sem þau eru létt og meðfærileg í allri lagningu og samsetningu. Flowtite rör eru einnig mikið notuð sem fráveiturör og neysluvatnsrör þar sem þau hleypa ekki í gegnum sig sýrum eða eiturefnum ef þau eru í jarðveginum þar sem rörin eru lögð. 
Þvermál Flowtite röranna er frá 80 mm í allt að 4 metrar og er lengd þeirra frá 1 til 18 metrar eftir óskum viðskiptavinarins. Þau eru samsett með múffu sem kemur áföst.
 
Helstu verkefni 
Orkuver ehf. hefur komið víða við sögu í virkjanamálum síðustu misserin. Á meðal verkefna sem Orkuver hefur komið að má nefna: 
- Hvestuveita í Arnarfirði. 
- Dalsorka í Súgandafirði.
- Múlavirkjun á Snæfellsnesi. 
- Tunguvirkjun í Tálknafirði. 
- Orkubú Vestfjarða á Ísafirði. 
- Lindarvirkjun á Snæfellsnesi. 
- Ljósárvirkjun undir Eyjafjöllum. 
- Íslensk Orkuvirkjun á Seyðisfirði. 
- Auk fjölda smærri virkjanna um allt land. 

Samstarfsaðilar 
- GUGLER HYDRO ENERGY 
- APS FLOWTITE 
- GUR ARMATÚRA 
- IREM 
- POWERPAL 
3


4
 

5
 

Myndir: 
1 Sérframleidd Francis túrbína sem hentug er til að framleiða raforku til endursölu. 
2 Pelton túrbúina sem ætlað er að framleiða raforku úr neysluvatni. Í athugun er nú að setja upp slíkar túrbínur í tvær virkjanir á Íslandi. 
3 Fjöldaframleidd Pelton túrbína sem hentar mjög vel fyrir minni vatnsföll og er gjarnan nýtt af bændum og sumarhúsaeigendum. 
4 Túrbína af Francisgerð, sambærileg við þá sem notuð er í Múlavirkjun á Snæfellsnesi. 
5 Orkuver er með umboð fyrir FLOWTITE rör af öllum stærðum og gerðum - allt frá 80 mm og upp í fjóra metra í þvermál. Rörin eru sérlega hentug fyrir virkjanir og veitustofnanir.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga