Greinasafni: Orka
SET hefur þjónað hitaveitumarkaðnum á Íslandi

Leiðandi á lagnamarkaði

SET röraverksmiðja á Selfossi hefur þjónað hitaveitumarkaðnum á Íslandi í hartnær fjóra áratugi og býr fyrirtækið yfir mikilli sérþekkingu og dýrmætri reynslu.
 Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt og í dag kemur fyrirtækið ekki eingöngu að hitaveituverkefnum heldur einnig vatns- og fráveituverkefnum, auk framleiðslu á margvíslegum hlífðarrörum fyrir raf- og fjarskiptamarkaðinn. 
Á undanförnum árum hefur SET lagt mikla áherslu, og mikla fjármuni, í vöruþróun og er stefnt að útflutningi á framleiðsluvörum fyrirtækisins á næstu misserum. Starfsmenn SET eru tæplega 60 og veltan á síðasta ári nam rúmum 1.300 milljónum króna. 

SET
 
er í dag leiðandi framleiðandi og þjónustuaðili á lagnavörusviði og nýverið lauk umfangsmiklu vöruþróunarverkefni hjá fyrirtækinu. Kostnaður því samhliða nam um 150 milljónum króna og í kjölfarið hófst framleiðsla á ELIPEX foreinangruðum plaströrum fyrir hitaveitur, sveitaveitur og sumarhúsabyggðir. 
Einangruð plaströr hafa verið flutt inn í nokkur ár en vaxandi eftirspurn er eftir rörunum þar sem þau hafa ýmsa kosti umfram hefðbundin hitaveiturör. Minnkandi framboð af stáli á heimsmarkaði hefur hækkað verð á hitaveiturörum úr stáli en á sama tíma hafa gæði PEX röra aukist með tilliti til langtíma hita og þrýstiþols.
Nýju ELIPEX rörin frá SET koma því til með að mæta vaxandi eftirspurn á innanlandsmarkaði en einnig er stefnt að útflutningi vörunnar. SET býr yfir yfirburðarþekkingu hvað varðar lagnir fyrir fjarvarmaveitur sem nýtast mun fyrirtækinu í sókn þess á erlenda markaði. 

ELIPEX
 
lagnakerfið frá SET er vörulína sem samanstendur af foreinangruðum PEX flutningsrörum, tengistykkjum og samsetningum. 

Rörin
 
eru fáanleg í tveimur veggþykktarflokkum, skv. SDR 11 og SDR 7,4. 
Boðið er upp á tvo einangrunarflokka, 1 og 2. 
Þvermál innri flutningsröra er frá 20 mm til 90 mm og ytri hlífðarkápu frá 75 mm til 160 mm 
Stofnrör eru tengd saman með þrýstitengjum úr eir og ytri frágangur einangrunar og hlífðarkápu á samskeytum er unnin með sérstökum samskeytasettum sem innihalda einangrunarskálar plasthólk og krumpmúffur til þéttinga. 

Fróðleiksmolar
 
Áratuga þekking og reynsla starfsmanna SET verður nýtt í sókn fyrirtækisins á erlenda markaði og í fyrstu verður lögð áhersla á Skandinavíu og mið-Evrópu. 
Fá fyrirtæki í heiminum búa yfir sambærilegri tækniþekkingu og SET í gerð röra. 
Viðskiptavinir SET eru aðallega veitustofnanir, sveitarfélög, og endursölu- og þjónustuaðilar á byggingasviði. Meðal helstu viðskiptavina fyrirtækisins eru því stærstu orku- og fjarskiptafyrirtækin, byggingavöruverslanir og verktakar. 
SET var á meðal fyrstu íslenku fyrirtækjanna sem tileinkuðu sér alþjóðlega gæðastaðla og hefur um árabil haft vottað gæðakerfi samkvæmt ISO 9001. 
SET fór með sigur af hólmi í sameiginlegu útboði Hitaveitu Dalvíkur og Skagafjarðarveitna vegna hitaveituframkvæmda á Hofsósi og í Svarfaðardal í apríl síðastliðnum. SET rekur eigið fræðslukerfi fyrir starfsfólk, SET-Plastiðnaðarskólann, og annast auk þess námskeiðahald á sviði lagnatækni fyrir viðskiptavini sína.

Hitaveituefni
 

Þjónusta við hitaveitumarkaðinn er þungamiðja í framleiðslu SET og íslensku orkufyrirtækin eru stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins.

SET framleiðir fullkomið foreinangrað rörakerfi þar sem flutningsrör eru ýmist úr stáli eða plasti. Einangrun úr Polyurethane frauði umlykur rörin og yst er hlífðarkápa úr Polyethylene plastefni. Gæði stálröra, einangrunar og hlífðarröra eru ætíð tryggð með virku aðfanga- og framleiðslueftirliti. 
Í hitaveitulögnum hefur notkun plaströra aukist hröðum skrefum á sama tíma og dregið hefur úr notkun stálröra.

Vatnsveituefni 
SET framleiðir fjórar gerðir plaströra til margvíslegra nota: PE plaströr fyrir vatnslagnir eru framleidd í stærðum frá 16 til 500 mm að þvermáli í mismunandi veggþykktum fyrir vatnsveitur, fráveitur, ræsarör og fleira. 
Rörin eru unnin úr svörtu Polyethelyne hráefni af styrkleikaflokki MRS-100. Rörin eru framleidd skv. ákvæðum EN 12201 staðals. PP plaströr eru notuð í lagnir þar sem hærra hitaþols er þörf. PP rörin eru fáanleg í sömu stærðum og PE rörin; frá 16 til 500 mm að þvermáli og í mismunandi veggþykktum.

Rörin eru gerð úr gráu Polypropelyne plastefni. PP rör frá SET eru aðallega notuð í snjóbræðslukerfi, geislahitun, jarðvegshitun, hitaveitur og fráveitur. Helstu kostir PP hráefnisins eru hve auðvelt það er í samsuðu og burðarstyrkur þess mikill. Rörin eru framleidd skv. ákvæðum DIN 8077 og DIN 8078 staðla. 
PB plaströr frá SET hafa hæsta hönnunarstyrk allra röra fyrir upprúllanleg, sveigjanleg plaströr hvað varðar hita-, efna- og þrýstiþol og henta því vel til ýmissa nota. PB rörin eru samsjóðanleg og hafa gott högg- og beygjuþol. Þau eru mjög hentug í snjóbræðslur og gólfhitunarkerfi, til iðnaðarnota og fyrir skip og báta s.s. fyrir kalt vatn, tærandi og heitar afrennslislagnir fyrir loftkerfi og ískrapa. 
Rörin eru framleidd skv. ákvæðum DIN 16969 staðals. PEM plaströrin eru framleidd úr miðlungsþungu Polyethelyne hráefni og henta sérlega vel í snjóbræðslukerfi. Þau hafa hærra hitaþol en venjuleg PE plaströr en ekki eins hátt hitaþol og PP og PB rörin og eru þess vegna aðallega notuð sem snjóbræðslurör þar sem affall hitaveitu er notað.
 Rörin eru mjög þægileg í meðhöndlun og ódýrari en önnur plaströr til snjóbræðslulagna. Járnsteypurör eru á undanhaldi þegar kemur að vatnsveitulögnum þar sem ný og sterkari plastefni hafa gert plaströrin samkeppnishæfari.

Fráveituefni
 
Fráveitumarkaðurinn spannar víðtækt svið, allt frá grönnum frárennslisrörum í veggjum og gólfum húsa, til stofnlagna og útrása í fráveitukerfum bæjarfélaga. Á undanförnum árum hafa komið fram hertar alþjóðlegar kröfur á sviði fráveitumála, sem meðal annars lúta að frágangi lagna og hreinsun og meðhöndlun frárennslis. Hreinlætis- og umhverfissjónarmið ráða nú mestu í þessum málaflokki og mun betur er hugað að honum í samfélaginu. 
SET framleiðir bæði fráveiturör fyrir byggingamarkaðinn og sveitarfélög. Rör úr Polypropylene og Polyvinylchloride eru einkum notuð innanhúss og frá sökklum húsa en sverari rör í stofnlagnir fráveitukerfa úr Polyethelyne. 
Auk fráveituröra, smíðar og selur SET margs konar tengistykki og búnað fyrir fráveitukerfi. Í fráveitulögnum hafa nýjungar í röragerðum orðið til þess að notkun steinröra hefur minnkað.

Hlífðarrör 
Hröð þróun fjarskipta hefur kallað á mikla uppbyggingu og haft í för með sér stóraukna notkun á hlífðarrörum fyrir ljósleiðara. Þá hafa rafveitur í vaxandi mæli sett strengi í hlífðarrör. SET hefur tekið virkan þátt í þeirri þróun frá upphafi og framleiðir nú ýmsar gerðir hlífðarröra úr Polyethylene og Polyvinylchloride. 
Hlífðarrörin eru í mismunandi litum eftir notkunarsviði og eru bæði framleidd í beinum lengdum og upprúlluð.
Í dag framleiðir fyrirtækið sérstök ídráttarrör í mjög löngum einingum sem eru plægð niður í jarðveginn og strengjum síðan skotið í. SET framleiðir einnig raflagnarör til innanhússnotkunar. Mikil og vaxandi notkun er á hlífðarrörum fyrir fjarskipta- og rafokumarkaðinn og þar hafa margar nýjungar komið fram á undanförnum árum


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga