Greinasafni: Orka
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða

Ræktó borar

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, eða Ræktó eins og fyrirtækið er nefnt í daglegu tali, er eitt reyndasta og stærsta fyrirtækið í almennri verktakastarfsemi hér á landi.
 

Trítill borar kjarna við Kárahnjúka.

Meginstarfsemi Ræktó felst í jarðvinnu af ýmsum toga svo sem vega- og gatnagerð, þungaflutningum, byggingu varnargarða og ekki síst jarðborunum. Ræktunarsambandið hóf formlega starfsemi sem samvinnufélag þann 22. janúar árið 1946 og hafði því starfað í sex áratugi á síðasta ári. 
Að stofnuninni komu bændur í sjö hreppum á því svæði sem í dag telst til Flóa og Skeiða en helsta verkefni Ræktunarsambandsins í upphafi var að grafa framræsluskurði í mýrarnar í Flóanum og þurrka þær þannig upp. 

Breyttar áherslur
 
Á níunda áratugnum gekk í hönd tími mikilla breytinga í rekstri Ræktunarsambandsins og fyrirtækið fór að keppa um verkefni á almennum útboðsmarkaði. Jafnframt var starfsemin víkkuð út og Ræktunarsambandið tók að sér fjölbreyttari verkefni, svo sem jarðboranir, sprengivinnu, lagningu slitlags og jarðvinnu við nýbyggingar, ásamt byggingu sjóvarnagarða. 

Jarðboranir 
Upp úr 1980 lagði Ræktunarsambandið aukna áherslu á jarðboranir en fram að þeim tíma hafði opinber stofnun, Jarðboranir ríkisins, séð um slíkar framkvæmdir á Íslandi. 
Ræktunarsambandið tók fljótlega í sína þjónustu jarðborinn Trölla sem nýttist vel í ýmis rannsóknaverkefni og við boranir eftir heitu eða köldu vatni á allt að 1.100 metra dýpi. Í dag er Ræktó eitt sárafárra fyrirtækja á Íslandi sem tekið getur að sér stór og smá borverkefni; allt frá grunnum rannsóknarholum upp í víðar grundunarholur undir mannvirki og djúpar heitavatnsholur. 
Fyrirtækið hefur yfir að að ráða sjö mismunandi borum sem henta fjölbreyttum verkefnum og í sumar bætast tveir til viðbótar í flotann. Annar þeirra verður langstærsti bor Ræktunarsambandsins og getur borað á meira en 2.000 metra dýpi. 
Ræktó er með höfuðstöðvar á Selfossi en hefur á undanförnum árum annast verkefni vítt og breitt um land enda vandfundið íslenskt fyrirtæki með jafn mikla reynslu, þekkingu og tækjakost og Ræktó í sérhæfð verkefni á borð við jarðboranir. 

Fróðleiksmolar 
Ræktó er eitt sárafárra fyrirtækja á Íslandi sem tekið getur að sér stór og smá borverkefni um allt land. 
Ræktó er öflugt og reynslumikið alhliða verktakafyrirtæki með 80-90 starfsmenn. 
Ræktó hefur yfir að ráða sjö mismunandi jarðborum og í sumar bætast í flotann tveir til viðbótar, enn öflugri en þeir sem fyrir eru. Ræktó hefur ætið lagt áherslu á góðan tækjakost og er nú með í notkun hátt í eitt hundrað ökutæki og margvíslegar vinnuvélar. 
Ræktó var valið fyrirtæki ársins 2006 af Dagskránni á Selfossi og tók Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri Ræktó, við viðurkenningu úr höndum Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar, ritstjóra Dagskrárinnar.

Helstu borverkefni Ræktó

Heitavatnsholur 

Þetta eru að jafnaði dýpstu og flóknustu borholurnar þar sem hrunkaflar og kalt innrennsli er fóðrað af með stálfóðringum. Ræktunarsambandið hefur borað fjölmargar heitavatnsholur um land allt og eru þær dýpstu um 1.100 metra djúpar. Ræktó notar einkum Trölla og Glám til borana eftir heitu vatni. 

Kaldavatnsholur 

Ræktó hefur borað fjölmargar kaldavatnsholur um allt land og eru þær oft 20-30 metra djúpar en geta verið mun dýpri. Efsti hluti kaldavatnshola er fóðraður af með stálfóðringum og hún gjarnan steypt. Fóðringar koma í veg fyrir innrennsli í holur úr efri jarðlögum og hindra einnig hrun úr þeim. Ræktó notar einkum Trölla og Glám til að bora eftir köldu vatni en einnig beltabora þar sem erfitt er með aðgegni eða yfirborð viðkvæmt fyir raski. 

Rannsóknarholur
 
Rannsóknarholur sem Ræktó borar eru af ýmsum toga. Fyrst ber að nefna einfaldar holur til þess að ákvarða dýpi á fast. Þá er einnig mögulegt að taka óhreifð jarðvegssýni (Shelby) eða ákvarða burðarhæfni jarðlaga með svonefndu SPT-prófi. Algengustu rannsóknarholurnar eru þó kjarnaholur þar sem endurheimtur er borkjarni sem jarðfræðingar geta síðan notað til ákvörðunar á gerð jarðlagastaflans. Dýpsta kjarnahola sem Ræktó hefur borað er á Kröflusvæðinu og er 735 metra djúp. Ræktó notar einkum beltaborana Einráð, Langþráð og Trítil til þessara borverka og nýlega tók Ræktó í notkun nýjan lítinn bor sem ekki hefur enn hlotið nafn. 

Grundarholur 
Upphaflega voru þessar holur einkum 14 tommu víðar en við gerð þeirra er borað og fóðrað með stálfóðringu niður á fast dýpi. Í þessar fóðringar er síðan steypt og fæst þannig steypt súla undir væntanlegt mannvirki. Nýlega var fenginn búnaður til að bora og fóðra 20 tommu víðar borholur. Í þeim tilvikum sem þessari aðferð hefur verið beitt þá hefur það verið gert í námunda við hús sem fyrir eru og hefur þannig mátt komast hjá að grafa frá þeim og jafnvel sparað niðurrif þeirra. Ræktó notar einkum Trölla og Glám við gerð grundunarhola 


Ræktó notar einkum Trölla og Glám við gerð grundunarhola 

Trítill                           
Trítill að störfum við Kárahnjúka.

Einráður                           
Einráður tekur land í Héðinsfirði, tilbúinn
til rannsóknarborana.

Langþráður                  
Langþráður við boranir eftir ferskvatni.

Nýi litli 
rannsóknarborinn       

Bílborar: 

Glámur                         
Glámur við borun 200 metra djúprar ferskvatnsholu                    
                                   
Trölli                              
Trölli við forborun í Ósabotnum fyrir
Selfossveitur.

Væntanlegir borar: Stór 2.000 metra bor af gerðinni Schramm TDX, væntanlegur í júní. 
Nýr bílbor af gerðinni Fraste FS300 en hann verður sá næst stærsti í flotanum og er væntanlegur í ágúst 2007. 
Jarðborarnir sjálfir eru aðeins hluti af þeim búnaði sem þarf til og án viðbótarbúnðar verður ekki langt komist. 
Þessi búnaður er t.d.: Borstrengir Lofthamrar Borkrónur Loftpressur Vatnsdælur Rafstöðvar Bílkranar Starfsmannaog verkstæðisgámar og margt fleira. 
Að auki er Ræktó með sérstakan sprengibor á beltum.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga