Eyvindarstofa
Eyvindarstofa er 72 fermetrar auk 109 fermetra veislusals og er útlitið í stíl Eyvindarhellis þar sem gestir upplifa sig í heimkynnum útilegumannsins á Hveravöllum. Veggir, gólf og aðrir innanstokksmunir eru færðir í stílinn og stemmingunni miðlað með hljóði sem minnir á hálendið, hverina og snarkið í eldinum. Sögunum af Fjalla-Eyvindi er miðlað með myndefni og textum og upplifunin síðan fullkomnuð með sérstökum útilegumannamat bornum fram á diskum og skálum í stíl við handverk Fjalla-Eyvindar, sem rómaður var fyrir hagleik sinn.

Fjalla- Eyvindur afreksmaður öræfanna.
Hveravellir Fjalla-Eyvindur var á flótta og launferðalagi í byggð og á öræfum í næstum 40 ár frá 1745 til 1785. Undantekning var árið 1760 er Eyvindur var skráður opinber gjaldþegn á Hrafnfjarðareyri. Á þessum tíma voru þau Halla og hann handsömuð á Dröngum á Strandasýslu í apríl 1763 og við Innra hreysi 7. ágúst 1772 hjá Kvíslaveitum á Sprengisandi. En Halla var einnig handsömuð á Hveravöllum nokkru fyrr. Þau náðu alltaf að sleppa áður en þau fengju dóm á sig. Marga dvalarstaði áttu þau í óbyggðum sem hann hafði byggt upp, ennfremur eyðibýli og hraunbyrgi. Staðir þessir voru um hálendið, endilangt frá Strandasýslu allt til Austfjarða.

Glímuhæfni hans við náttúruöflin hefur verið frábær, ratvísi og hyggindi, hæfileikar og kænska, öflun og geymsla matvæla voru hans eiginleikar umfram flesta aðra. Handlægni hans var mikil. Úr grávíðitágum gat hann gert körfur, smáar og stórar og sumar jafnvel vatnsheldar til geymslu matvæla. Nokkur dæmi eru um litlar körfur sem hann gaf velgjörðarfólki þeirra. Þessar körfur eru safngripir í dag og þykja mikil gersemi.

Hann hefur notið mikilla virðingar og jafnvel vinsælda. Margir hafa lagt honum leynilega mikið lið og ómetanlega aðstoð, jafnt íbúar afskekktra býla sem sýslumenn og ritari landsstjórnar. Í upphafi var hann grunaður um þjófnað, en ástæðan gat einnig hafa verið að hann laumaðist brott frá barnsmóður sinni.

Mjög ströng refsing var gagnvart sauðaþjófnaði á þessum öldum og reynt að beita fyllstu refsingu gegn slíkum glæpum, ítrekun gat jafnvel orðið dauðasök. Oft gerðist það að gripdeildarmenn legðust í útlegð ef upp komst um þjófnaðinn. Þar var þjófnaðurinn forsendan en útlegðin afleiðingin.

Hjá Eyvindi var útlegðin forsendan en þjófnaðurinn afleiðingin. aðeins til þess að bjarga lífi sínu.

Það hlýtur að vekja aðdáun enn í dag, sérstaklega allra ferðamanna, hvernig hann gat bjargað sér og sinni konu uppi á öræfum á þeim árum sem harðindi og hörmungar geisuðu um byggðir landsins og mörg hundruð manna fór á vergang í byggð og dó úr hungri.

Fróðlegt væri fyrir ferðaíþróttamenn nútímans að setja sig í spor Eyvindar og keppa við hann á jafnréttisgrundvelli, hvað klæðnað og allan útbúnað snertir til dvalar á fjöllum.
Hjörtur Þórarinsson

Við tökum vel á móti hópum, félagssamtökum, ættarmótum og alskyns mannfögnuðum, góð fundaraðstaða með þráðlausu neti og skjávörpum á veggi.
Eyvindarstofa - Norðurlandsvegi 4 - 540 Blönduós
Sími: 453-5060 Gsm: 898-4685
Netfang: pot@pot.is
Opnunartími: Alla daga frá 11:00 til 22:00

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga